Fjárlög 2010

Þriðjudaginn 15. desember 2009, kl. 12:16:22 (0)


138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:16]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Hér eru greidd atkvæði um fjárveitingu til Keilis, frumgreinanáms og vinnumarkaðsúrræða á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Ég tel mikilvægt að tryggja til framtíðar fjármögnun þessarar nýju menntastofnunar, ekki síst vegna þess mikilvæga hlutverks sem hún gegnir í endurmenntun á svæði þar sem atvinnuleysi er mikið eins og kunnugt er. Ég fagna því að fjárlaganefnd hafi tekið afstöðu með Keili eins og þessi tillaga ber með sér en ég lít svo á að málið sé ekki fullunnið og það verði unnið frekar á milli umræðna. Ég greiði því ekki atkvæði með þessari tillögu.