Fjárlög 2010

Þriðjudaginn 15. desember 2009, kl. 12:31:09 (0)


138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:31]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki miklu við þetta að bæta. Þingflokkur Framsóknarflokksins styður aukninguna einnig. Það er mjög brýnt að vel sé gætt að þessum málaflokki, bæði hvað varðar héraðsdómstólana og Hæstarétt. Við höfum talið varhugavert að fara í þær breytingar sem hafa verið lagðar til af hæstv. dóms- og kirkjumálaráðherra, þ.e. að færa allt miðstýringarvaldið til Reykjavíkur. Það er annað mál og þessu ótengt en við styðjum þetta heils hugar.