Fjárlög 2010

Þriðjudaginn 15. desember 2009, kl. 13:00:25 (0)


138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[13:00]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við ræðum hér um vaxtagjöld ríkissjóðs. Nú getum við að sjálfsögðu ekki haft mikil áhrif á þau, ekki nema með þeim lánasamningum sem við gerum og reynum að lækka vexti t.d. úr 5,55% niður í eitthvað annað. En það sem er kannski mest um vert er að menn eiga að segja satt frá, menn eiga að segja skattgreiðendum framtíðarinnar hvað þeirra bíður. Hér vantar inn í vextina af Icesave, 45 milljarða, það vantar gengishækkunina á Icesave, um 100 milljarða. Menn eiga að segja satt, frú forseti. Ég sit hjá.