Umhverfis- og auðlindaskattur

Föstudaginn 18. desember 2009, kl. 15:33:05 (0)


138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[15:33]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nánast allir sem koma að málum í umsögnum finna því allt til foráttu alveg sama hvort það eru Bændasamtökin, sem benda á árásina á landbúnaðinn og alla uppbyggingu í sveitum landsins og dreifbýli, Landssamband íslenskra útvegsmanna, sem bendir á að þetta sé fyrst og fremst til að skapa skekkju í samkeppnisstöðu sjávarútvegsins og annarra útflutningsgreina, Viðskiptaráð, sem bendir á að þetta sé að mestu gert án samráðs við hagsmunaaðila og unnið á handahlaupum og enginn metnaður í því.

Hæstv. ráðherra sá ekki ástæðu til þess að svara því sem ég sagði. Ég talaði beinskeytt mál sem hann ætti að skilja eftir langa reynslu og ég vil bara vinsamlega benda hæstv. ráðherra á að svara ekki þessu andsvari mínu núna því að ráðherrann er gjörsamlega hugsunarlaus í málflutningnum.