Framhaldsskólar

Laugardaginn 19. desember 2009, kl. 18:22:16 (0)


138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

framhaldsskólar.

325. mál
[18:22]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég held að óhætt sé að segja að menn hafi lagst á eitt hér að reyna að hraða þingstörfum og vinna hluti eins vel og hægt er. Því olli það miklum vonbrigðum þegar við fengum tilkynningu um það fyrr í dag að þvert á það sem lagt var upp með verður fundað í kvöld í hv. viðskiptanefnd þar sem á að taka eitt mál út með breytingum sem við höfum ekki hugmynd um hverjar eru. Til stóð að við fengjum upplýsingar um það hver ætlun meiri hlutans væri í þessu máli og við mundum hittast á mánudagsmorgun og vorum við alveg tilbúin að leggja fram alla þá vinnu sem þyrfti um helgina til að laga málið. Mér segir svo hugur að komið hafi tilskipun frá framkvæmdarvaldinu um að gera þetta með þessum hætti og er það mjög bagalegt, virðulegi forseti.