Rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008

Laugardaginn 19. desember 2009, kl. 20:11:17 (0)


138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.

286. mál
[20:11]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að hryggja hv. þm. Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, hér er enginn misskilningur á ferðinni af minni hálfu en hv. þingmaður kann að hafa túlkað orð mín öðruvísi eða misskilið þau. Ég skil vel hlutverk nefndarinnar og það er að leggja fram tillögu. Reynsla mín á þingi þá örfáu mánuði sem ég hef setið hér og tekið þátt í þingstörfum er sú að það eru greidd atkvæði eftir meiri hluta tillagnanna. Þar til annað kemur í ljós mun ég álíta sem svo að þessi þingmannanefnd muni leggja fram tillögur eða nefndarálit og Alþingi muni greiða atkvæði um það.