Tekjuöflun ríkisins

Laugardaginn 19. desember 2009, kl. 22:45:14 (0)


138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[22:45]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Vissulega varð nokkur kaupmáttaraukning á Íslandi á þessum árum sem rætt er hér um (Gripið fram í: Ekki annars staðar.) eins og … Jú, víst annars staðar, (Gripið fram í: Nei.) en að auki vil ég kannski koma inn á það að þetta var m.a., tel ég, vegna þess að við urðum aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Ég vil kannski spyrja út í skoðun hv. þingmanns á þeirri staðreynd og kannski bæta við í leiðinni hvort hann telji ekki að við eigum bara að fara alla leið inn í Evrópusambandið og fá að taka þar upp gjaldmiðil sem virkar á móti þeim sem við höfum sem ekki virkar. Hv. þingmaður ræddi um að hætta á fátækt hefði verið lítil. Gott og vel. Það er spurning um hvað við viljum miða okkur mið. Taldi hv. þingmaður ásættanlegt að öryrkjar þyrftu að fara tvisvar fyrir Hæstarétt til að fá kjör sín leiðrétt? Og taldi hann ásættanlegt t.d. að á því herrans ári 2007 væru 5.000 fátæk börn á Íslandi?