Fjárlög 2010

Þriðjudaginn 22. desember 2009, kl. 10:17:10 (0)


138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:17]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Hér er í reynd verið að greiða atkvæði um jafnrétti til náms. Það er eftirtektarvert að læknanemar í Reykjavík þurfa ekki að leita eftir þessum peningum með erfiðismunum en þegar kemur að jafnréttismálum úti á landi þarf með erfiðismunum að sækja þessa peninga. Ég segi að sjálfsögðu já, og þótt fyrr hefði verið.