Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 194. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 217  —  194. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um notkun á frjálsum og opnum hugbúnaði hjá A-hluta ríkissjóðs.

Frá Birgittu Jónsdóttur.



     1.      Hver voru útgjöld ríkissjóðs til hugbúnaðarkaupa árin 2006, 2007 og 2008? Hve háum fjárhæðum var varið til kaupa á sérsmíðuðum kerfum annars vegar og til kaupa á almennum hugbúnaði hins vegar? Hvernig skiptust þessar fjárhæðir milli ráðuneyta?
     2.      Hve háum fjárhæðum var varið árin 2006, 2007 og 2008 til greiðslu leyfisgjalda fyrir hugbúnað annars vegar og til greiðslu þjónustugjalda fyrir hugbúnað hins vegar? Hvernig skiptust þessar fjárhæðir milli innlendra og erlendra aðila?
     3.      Hver er stefna ráðuneytanna hvers fyrir sig varðandi það að nota frjálsan og opinn hugbúnað í stað þess að endurnýja notendaleyfi sem greiða þarf fyrir?
     4.      Telur ráðherra að ríkissjóður geti sparað útgjöld með notkun á frjálsum og opnum hugbúnaði? Ef svo er, óskast lagt fram mat á þeim fjárhæðum sem talið er að spara megi árlega.


Skriflegt svar óskast.