Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 239. máls.

Þskj. 273  —  239. mál.



Frumvarp til laga

um ráðstafanir í skattamálum (virðisaukaskattur o.fl.).

(Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–2010.)




I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald,
með síðari breytingum.

1. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „51,12 kr.“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: 52,77 kr.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.,
með síðari breytingum.

2. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „20,44 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 22,94 kr.

3. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2009“ í ákvæði til bráðabirgða VII, IX og X í lögunum kemur: 31. desember 2010.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.
4. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2009“ í ákvæði til bráðabirgða IX í lögunum kemur: 31. desember 2010.

5. gr.

    Eftirgreind tollskrárnúmer falla brott úr A-lið viðauka I við lögin: 1906.9024, 2106.9061, 2106.9069.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.
6. gr.

    Í stað fjárhæðanna „8,45 kr.“, „11,40 kr.“, „2.818 kr.“, „4.227 kr.“ og „50.976 kr.“ í 2. gr. laganna kemur: 9,30 kr.; 12,55 kr.; 3.100 kr.; 4.650 kr.; og: 56.074 kr.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.
7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „75,95 kr.“ í 1. tölul. kemur: 83,54 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „68,31 kr.“ í 2. tölul. kemur: 75,14 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „91,57 kr.“ í 3. tölul. kemur: 100,73 kr.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „295,57 kr.“ í 1. tölul. kemur: 325,13 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „3,50 kr.“ í 2. tölul. kemur: 3,85 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „10,57 kr.“ í 3. tölul. kemur: 11,63 kr.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „371,27 kr.“ í 1. tölul. kemur: 408,40 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „18,55 kr.“ í 2. tölul. kemur: 20,41 kr.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum.
10. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2009“ í ákvæði til bráðabirgða II í lögunum kemur: 1. júlí 2010.

11. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2009“ í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 1. júlí 2010.

12. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 8. og 24. gr. laganna skulu skjöl sem gefin eru út á tímabilinu frá og með 1. desember 2009 til og með 1. júlí 2010 og fela í sér breytingar á skilmálum á bílalánum einstaklinga vera undanþegin greiðslu stimpilgjalds, að því tilskildu að sömu aðilar séu að bílaláninu og hinu nýja skjali.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
13. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „80,32%“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 80%.

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Í stað hlutfallstölunnar „80,32%“ í 3. og 5. mgr. kemur: 80%.
     b.      Við 3. mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 3. mgr. 14. gr.
     c.      Við 1. tölul. 5. mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 3. mgr. 14. gr.
     d.      Við fyrri málslið 2. tölul. 5. mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 3. mgr. 14. gr.
     e.      Við síðari málslið 2. tölul. 5. mgr. bætist: eða 87,72% þegar um er að ræða sölu skv. 3. mgr. 14. gr.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
     a.      Í stað hlutfallstölunnar „24,5%“ í 1. mgr. kemur: 25%.
     b.      Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Virðisaukaskattur af eftirtalinni vöru og þjónustu skal vera 14%:
                  a.      Sala veitingahúsa, mötuneyta og annarra hliðstæðra aðila á tilreiddum mat og þjónustu.
                  b.      Virðisaukaskattur af sölu á þeirri matvöru og annarri vöru til manneldis sem ekki er skilgreind í viðauka við lög þessi.

16. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „19,68%“ í 2. og 8. mgr. 16. gr. laganna kemur: 20%.

17. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
     a.      Í stað hlutfallstölunnar „19,68%“ í 1. mgr. kemur: 20%.
     b.      Við 5. málsl. 1. mgr. bætist: eða 12,28% þegar um er að ræða sölu skv. 3. mgr. 14. gr.

18. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „19,68%“ í 6. mgr. 42. gr. laganna kemur: 20%.

19. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2009“ í ákvæði til bráðabirgða X og XI í lögunum kemur: 31. desember 2010.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við lögin:
     a.      E-liður viðaukans verður svohljóðandi: Vörur í 16. til og með 21. kafla, þó ekki vörur í eftirfarandi tollskrárnúmerum:
1701.1100–1701.9909 1806.9023–1806.9026
1702.1100–1702.9009 1806.9028–1806.9039
1703.1001, 1703.9009 1905.2000, 1905.3110
1704.1000–1704.9009 1905.3131
1806.1001, 1806.1009 1905.3139–1905.3209
1806.2001 1905.9049, 1905.9090
1806.2003–1806.2006 2009.1110-2009.9090
1806.2009 2102.2003, 2106.9022
1806.3101–1806.3209 2106.9031-2106.9039
1806.9011 2106.9063, 2106.9072
     b.      F-liður viðaukans verður svohljóðandi: Vörur í eftirfarandi tollskrárnúmerum:
2201.1011–2201.9090 2202.9031–2202.9039
2202.1021–2202.1029 2202.9041–2202.9049
2202.9011–2202.9019 2209.0000
2202.9021–2202.9029

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.
21. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 15.000 kr.
     b.      2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Fyrir þingfestingu:
                  a.      Af stefnufjárhæð allt að 3.000.000 kr.     15.000 kr.
                  b.      Af stefnufjárhæð frá 3.000.000 kr. að 30.000.000 kr. vegna mála
                  þar sem krafist er viðurkenningar á réttindum og/eða skyldu     30.000 kr.
                  c.      Af stefnufjárhæð frá 30.000.000 kr. og fjárhæðum umfram það     90.000 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 15.000 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „150 kr.“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 250 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „12.700 kr.“ í 1. og 2. tölul. 2. mgr. kemur: 50.000 kr.
     f.      3. tölul. 2. mgr. orðast svo: Fyrir útgáfu áfrýjunarstefnu:
                  a.      Af áfrýjunarfjárhæð allt að 3.000.000 kr.     25.000 kr.
                  b.      Af áfrýjunarfjárhæð frá 3.000.000 kr. að 30.000.000 kr. vegna mála
                  þar sem krafist er viðurkenningar á réttindum og/eða skyldu     50.000 kr.
                  c.      Af áfrýjunarfjárhæð frá 30.000.000 kr. og fjárhæðum umfram það     130.000 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 4. tölul. 2. mgr. kemur: 25.000 kr.
     h.      Í stað fjárhæðarinnar „12.700 kr.“ í 5. tölul. 2. mgr. kemur: 50.000 kr.
     i.      Í stað fjárhæðarinnar „6.300 kr.“ í 3. mgr. kemur: 15.000 kr.

22. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: 15.000 kr.

23. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 3. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í kemur: 15.000 kr.
     b.      Við 6. og 8. tölul. bætist: þó ekki nauðasamnings til greiðsluaðlögunar.

24. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. a laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í a-lið kemur: 15.000 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „6.300 kr.“ í b-lið kemur: 15.000 kr.

25. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 1. mgr. kemur: 5.900 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „12.700 kr.“ í 1. mgr. kemur: 19.100 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „6.300 kr.“ í 3. mgr. kemur: 9.500 kr.

26. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „11.350 kr.“ í 1. mgr. kemur: 17.100 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „38.500 kr.“ í 1. mgr. kemur: 58.000 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 1. mgr. kemur: 5.900 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „12.700 kr.“ í 1. mgr. kemur: 19.100 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „18.900 kr.“ í 2. mgr. kemur: 28.500 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „6.300 kr.“ í 2. mgr. kemur: 9.500 kr.

27. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „6.300 kr.“ í 6. gr. laganna kemur: 9.500 kr.

28. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: 2.000 kr.

29. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 1. mgr. kemur: 2.000 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „2.550 kr.“ í 2. mgr. kemur: 3.850 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 3. mgr. kemur: 5.900 kr.

30. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 1. mgr. kemur: 8.300 kr.
     b.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður sem orðast svo: Leyfi til náms- og starfsráðgjafa.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „1.100 kr.“ í 2. mgr. kemur: 1.650 kr.

31. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „110.000 kr.“ í 3.–6. og 10.–13. tölul. kemur: 166.000 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „55.000 kr.“ í 7., 9. 14., 15. og 17. tölul. kemur: 83.000 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 18. tölul. kemur: 8.300 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „18.500 kr.“ í a- og b-lið 20. tölul. kemur: 24.000 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „24.500 kr.“ í c-lið 20. tölul. kemur: 31.500 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „74.500 kr.“ í d-lið 20. tölul. kemur: 96.500 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „161.500 kr.“ í e-lið 20. tölul. kemur: 208.500 kr.
     h.      Í stað fjárhæðarinnar „18.500 kr.“ í a-lið 21. tölul. kemur: 24.000 kr.
     i.      Í stað fjárhæðarinnar „124.500 kr.“ í b-lið 21. tölul. kemur: 161.000 kr.
     j.      Í stað fjárhæðarinnar „161.500 kr.“ í c-lið 21. tölul. kemur: 208.500 kr.
     k.      Í stað fjárhæðarinnar „6.000 kr.“ í 22. tölul. kemur: 8.000 kr.
     l.      Í stað fjárhæðarinnar „20.000 kr.“ í 23. tölul. kemur: 26.000 kr.
     m.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í a-lið 24. tölul. kemur: 7.100 kr.
     n.      Í stað fjárhæðarinnar „25.000 kr.“ í b-lið 24. tölul. kemur: 32.500 kr.
     o.      Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í c-lið 24. tölul. kemur: 64.500 kr.
     p.      Í stað fjárhæðarinnar „110.000 kr.“ í 27., 35. og 36. tölul. kemur: 166.000 kr.
     q.      Í stað fjárhæðarinnar „16.500 kr.“ í 28. tölul. kemur: 25.000 kr.
     r.      Í stað fjárhæðarinnar „33.000 kr.“ í 29. tölul. kemur: 50.000 kr.
     s.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 30. tölul. kemur: 8.300 kr.
     t.      Í stað fjárhæðarinnar „55.000 kr.“ í 31. tölul. kemur: 83.000 kr.
     u.      Í stað fjárhæðarinnar „27.500 kr.“ í 33. og 34. tölul. kemur: 41.500 kr.
     v.      Í stað fjárhæðarinnar „88.000 kr.“ í 39. tölul. kemur: 133.000 kr.
     w.      Í stað fjárhæðarinnar „106.000 kr.“ í a-lið 40. tölul. kemur: 160.000 kr.
     x.      Í stað fjárhæðarinnar „176.000 kr.“ í b-lið 40. tölul. kemur: 265.000 kr.
     y.      Í stað fjárhæðarinnar „246.000 kr.“ í c-lið 40. tölul. kemur: 370.000 kr.
     z.      Í stað fjárhæðarinnar „3.300 kr.“ í a-lið 41. tölul. kemur: 5.000 kr.
     aa.      Í stað fjárhæðarinnar „24.200 kr.“ í b-lið 41. tölul. kemur: 36.500 kr.
     bb.      Í stað fjárhæðarinnar „48.400 kr.“ í c-lið 41. tölul. kemur: 73.000 kr.
     cc.      Í stað fjárhæðarinnar „72.600 kr.“ í d-lið 41. tölul. kemur: 110.000 kr.
     dd.      Í stað fjárhæðarinnar „121.000 kr.“ í e-lið 41. tölul. kemur: 182.500 kr.
     ee.      Í stað fjárhæðarinnar „55.000 kr.“ í a-lið 43. tölul. kemur: 83.000 kr.
     ff.      Í stað fjárhæðarinnar „33.000 kr.“ í b-lið 43. tölul. kemur: 50.000 kr.
     gg.      Í stað fjárhæðarinnar „11.000 kr.“ í c-lið 43. tölul. kemur: 16.600 kr.
     hh.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 45., 46., 48. og tvívegis í 49. tölul. kemur: 8.300 kr.
     ii.      Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 50. tölul. kemur: 2.000 kr.
     jj.      Í stað fjárhæðarinnar „27.500 kr.“ í a-lið 51. tölul. kemur: 41.500 kr.
     kk.      Í stað fjárhæðarinnar „2.750 kr.“ í b-lið 51. tölul. kemur: 4.150 kr.
     ll.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 52. tölul. kemur: 8.300 kr.

32. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „3.300 kr.“ í 1. og 3. tölul. kemur: 5.000 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 2. tölul. kemur: 8.300 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „27.500 kr.“ í 4. tölul. kemur: 41.500 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „16.500 kr.“ í 5. tölul. kemur: 25.000 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „3.300 kr.“ í 6. og 7. tölul. og 10.–16. tölul. kemur: 5.000 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „6.600 kr.“ í 8. og 9. tölul. kemur: 10.000 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 17. og 18. tölul. kemur: 8.300 kr.

33. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „165.000 kr.“ í 1. og 3. tölul. kemur: 250.000 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „82.500 kr.“ í 2. og 7. tölul. kemur: 124.500 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „44.000 kr.“ í 4. tölul. kemur: 66.500 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „55.000 kr.“ í 5. tölul. kemur: 83.000 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 6. tölul. kemur: 8.300 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „1.100 kr.“ í 8. tölul. kemur: 1.650 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „4.400 kr.“ í 12. tölul. kemur: 6.600 kr.
     h.      Í stað fjárhæðarinnar „550 kr.“ í 13. tölul. kemur: 830 kr.
     i.      Í stað fjárhæðarinnar „11.000 kr.“ í 14. og 15. tölul. kemur: 16.500 kr.

34. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „5.100 kr.“ í a-lið 1. tölul. kemur: 7.700 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „10.100 kr.“ í b-lið 1. tölul. kemur: 15.200 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „2.550 kr.“ í c-lið 1. tölul. kemur: 3.850 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „1.900 kr.“ í a-lið 2. tölul. kemur: 2.900 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „3.750 kr.“ í b-lið 2. tölul. kemur: 5.650 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „950 kr.“ í c-lið 2. tölul. . kemur: 1.450 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „5.100 kr.“ í a-lið 3. tölul. kemur: 7.700 kr.
     h.      Í stað fjárhæðarinnar „10.100 kr.“ í b-lið 3. tölul. kemur: 15.200 kr.
     i.      Í stað fjárhæðarinnar „1.900 kr.“ c-lið 3. tölul. kemur: 2.900 kr.
     j.      Í stað fjárhæðarinnar „3.750 kr.“ í d-lið 3. tölul. kemur: 5.650 kr.
     k.      Í stað fjárhæðarinnar „5.200 kr.“ í 5.–13. tölul. kemur: 7.800 kr.
     l.      Í stað fjárhæðarinnar „90 kr.“ í 13. tölul. kemur: 140 kr.
     m.      Í stað fjárhæðarinnar „5.100 kr.“ í 16. tölul. kemur: 7.700 kr.
     n.      Í stað fjárhæðarinnar „3.100 kr.“ í 17. tölul. kemur: 4.700 kr.
     o.      Í stað fjárhæðarinnar „2.550 kr.“ í 18. og 19. tölul. kemur: 3.850 kr.
     p.      Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 20.–22. tölul. kemur: 2.000 kr.
     q.      Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í 23. tölul. kemur: 1.500 kr.
     r.      Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 24. tölul. kemur: 2.000 kr.
     s.      Í stað fjárhæðarinnar „4.400 kr.“ í 26. tölul. kemur: 6.600 kr.
     t.      Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í a-lið 27. tölul. kemur: 15.000 kr.
     u.      Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í b-lið 27. tölul. kemur: 7.500 kr.
     v.      Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 28. tölul. kemur: 5.900 kr.
     w.      Í stað fjárhæðarinnar „2.200 kr.“ í 29. tölul. kemur: 3.300 kr.
     x.      Í stað fjárhæðarinnar „1.100 kr.“ í 30. tölul. kemur: 1.650 kr.
     y.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 31. tölul. kemur: 8.300 kr.
     z.      Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í a-lið 32. tölul. kemur: 6.000 kr.
     aa.      Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í b-lið 32. tölul. kemur: 3.000 kr.
     bb.      Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í a-lið 33. tölul. kemur: 3.000 kr.
     cc.      Í stað fjárhæðarinnar „1.000 kr.“ í b-lið 33. tölul. kemur: 1.500 kr.
     dd.      Í stað fjárhæðarinnar „8.000 kr.“ í a- og b-lið 34. tölul. kemur: 12.000 kr.
     ee.      Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í c-lið 34. tölul. kemur: 6.000 kr.
     ff.      Í stað fjárhæðarinnar „4.000 kr.“ í a- og b-lið 35. tölul. kemur: 6.000 kr.
     gg.      Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í c-lið 35. tölul. kemur: 3.000 kr.
     hh.      Í stað fjárhæðarinnar „2.000 kr.“ í 36. tölul. kemur: 3.000 kr.

35. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „1.500 kr.“ í 14. gr. a og 14. gr. b laganna kemur: 2.250 kr.

36. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „3.300 kr.“ í 1. tölul. og a-lið 5. tölul. kemur: 5.000 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 2. tölul. kemur: 5.900 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 3. tölul. kemur: 8.300 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „11.000 kr.“ í 4. tölul. kemur: 16.500 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „8.300 kr.“ í b-lið 5. tölul. kemur: 12.500 kr.
f.          Í stað fjárhæðarinnar „41.500 kr.“ í c-lið 5. tölul. kemur: 62.500 kr.

37. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „20 kr.“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: 30 kr.

38. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „150 kr.“ í 1. mgr. kemur: 250 kr.
     b.      Í stað fjárhæðarinnar „1.100 kr.“ í 1. mgr. kemur: 1.650 kr.
     c.      Í stað fjárhæðarinnar „150 kr.“ í 2. mgr. kemur: 250 kr.
     d.      Í stað fjárhæðarinnar „50 kr.“ í 2. mgr. kemur: 125 kr.
     e.      Í stað fjárhæðarinnar „450 kr.“ í 1. tölul. 4. mgr. kemur: 700 kr.
     f.      Í stað fjárhæðarinnar „400 kr.“ í 2. tölul. 4. mgr. kemur: 600 kr.
     g.      Í stað fjárhæðarinnar „1.100 kr.“ í 3. tölul. 4. mgr. kemur: 1.650 kr.

39. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „5.000 kr.“ í 18. gr. laganna kemur: 7.500 kr.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

40. gr.


    Í stað „1. október 2010“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VIII og 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IX í lögunum kemur: 1. apríl 2011.

41. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 11. og 12. gr. er vörsluaðila séreignarsparnaðar skv. 3.–5. mgr. 8. gr. heimilt að greiða út frá og með 1. janúar 2010 séreignarsparnað sem myndast hefur af viðbótariðgjaldi skv. II. kafla umfram það sem greitt hefur verið út eða greiðsla er hafin á samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VIII, eftir því sem nánar er mælt fyrir um í ákvæði þessu.
    Heimilt er að hefja útborgun innstæðu séreignarsparnaðar rétthafa, ásamt vöxtum, að fjárhæð sem við gildistöku laga þessara nemur samanlagt allt að 1.500.000 kr., að teknu tilliti til heimildar til útgreiðslu samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VIII, óháð því hvort samanlagður séreignarsparnaður er í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila. Skal sú fjárhæð greiðast út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að frádreginni staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, í níu mánuði frá því að beiðni um útgreiðslu er lögð fram hjá vörsluaðila. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð en 1.500.000 kr. er að ræða. Taka skal tillit til útgreiðslu samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VIII þannig að samanlagður útgreiðslutími verði allt að átján mánuðir.
    Vörsluaðili séreignarsparnaðar fer yfir umsókn rétthafa skv. 2. mgr. og hefur umsjón með útgreiðslu á séreignarsparnaði hans. Óski rétthafi á sama tíma eftir útgreiðslu samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VIII og útgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu skal leggja saman heildarfjárhæð og útgreiðslutíma. Með sama hætti skal taka tillit til þeirrar útgreiðslu sem kann að vera yfirstandandi á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða VIII.
    Að öðru leyti gilda 3. mgr. og 5.–8. mgr. í ákvæði til bráðabirgða VIII um útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt þessu ákvæði.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda,
með síðari breytingum.

42.      gr.

    Á eftir tölunni „VIII“ í ákvæði til bráðabirgða I í lögunum kemur: og X.

XI. KAFLI
Gildistaka.
43.      gr.

    Ákvæði 1.–6. og 8.–12. gr. öðlast þegar gildi.
    Ákvæði 7. gr., 13. gr., a-liðar 14. gr., a-liðar 15. gr., 16. gr., a-liðar 17. gr., 18. gr. og 20.–41. gr. öðlast gildi 1. janúar 2010.
    Ákvæði b–e-liðar 14. gr., b-liðar 15. gr., b-liðar 17. gr. og 19. gr. öðlast gildi 1. mars 2010.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum er varða tekjuöflun ríkissjóðs í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2010 og að teknu tilliti til breytinga á áformum stjórnvalda varðandi einstaka tekjuliði. Þessi aukna tekjuöflun er einn þáttur af mörgum í víðtækri áætlun ríkisstjórnarinnar um að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á næstu þremur árum. Í eftirfarandi yfirliti koma fram áætluð tekjuáhrif af einstökum breytingum miðað við heilt ár, frávik frá forsendum fjárlagafrumvarps og áætluð verðlagsáhrif á mælikvarða vísitölu neysluverðs.

     Tillögur frumvarpsins:

Frumvarp
m.kr.
Fjárlaga-
frumvarp
m.kr.

Frávik
m.kr.
Verðlags-
áhrif
%
I. Forsendur fjárlagafrumvarps
– Gjald af áfengi og tóbaki 1.100 1.100 0,15%
– Gjald af bensíni og dísilolíu 600 1.500 –900 0,10%
– Bifreiðagjald 500 500
– Virðisaukaskattur 6.000 8.000 –2.000 0,60%
    Samtals 8.200 11.100 –2.900 0,85%
II. Ný áform
– Aukatekjur ríkissjóðs 1.500 1.500
– Útgreiðsla séreignarsparnaðar 5.000 5.000
    Samtals 6.0500 6.500
    Tekjuöflun alls 14.700 11.100 3.600 0,85%

    Sem fyrr segir felur frumvarpið í sér ýmsar breytingar á skattalögum, einkum þó á sviði óbeinna skatta. Samanlagt eru þessar breytingar taldar skila ríkissjóði 14,7 milljörðum kr. á heilu ári. Tekjuáhrifin árið 2010 verða heldur minni, 13,9 milljarðar kr., vegna þess að lagt er til að breyting á virðisaukaskatti komi fram í tveimur áföngum, þ.e. 1. janúar og 1. mars 2010. Áhrif þessara breytinga á verðlag eru áætluð 0,85% verði frumvarpið óbreytt að lögum, þar af gætu 0,45% komið fram í desember og janúar, en 0,4% í mars þegar seinni áfangi í breytingum virðisaukaskatts kemur til framkvæmda. Hér á eftir er gerð nánari grein fyrir helstu tillögum frumvarpsins.
    Í fyrsta lagi er í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2010 lögð til 10% hækkun gjalds af áfengi og tóbaki. Viðbótartekjur ríkissjóðs af þessari hækkun eru áætlaðar liðlega 1 milljarður kr. Áhrif hækkunarinnar á vísitölu neysluverðs eru talin verða nálægt 0,15%.
    Í öðru lagi er lagt til að almennt bensíngjald hækki um 2,50 kr. á hvern lítra og olíugjald um 1,65 kr. á hvern lítra. Þetta er nokkru minni hækkun en miðað var við í forsendum fjárlagafrumvarps eins og sjá má í yfirlitinu hér að framan, þar sem gengið var út frá að samanlögð hækkun á almennu og sérstöku bensíngjaldi yrði 5,75 kr. á hvern lítra, en 5,15 kr. á olíugjaldi miðað við hvern lítra, sem svaraði til 10% hækkunar á gjaldinu sjálfu. Ekki hefur þó verið fallið frá framangreindri heildarhækkun á bensíngjaldi og olíugjaldi, heldur er gert ráð fyrir að mismunurinn á forsendum fjárlagafrumvarpsins og þeirri tillögu sem hér er kynnt, samtals um 900 millj. kr., verði lagður á bensín og dísilolíu í formi kolefnisgjalds, en frumvarp þess efnis er nú í undirbúningi. Áhrif hækkunarinnar í þessu frumvarpi á vísitölu neysluverðs eru talin verða nálægt 0,1% verði það að lögum.
    Í þriðja lagi er lagt til að bifreiðagjald hækki um 10% frá og með næstu áramótum sem áætlað er að skili ríkissjóði um 500 millj. kr. í viðbótartekjur á árinu 2010.
    Í fjórða lagi eru í frumvarpi þessu lagðar til allnokkrar breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir 8 milljarða kr. tekjuauka af þessum tekjustofni á árinu 2010, með breikkun á skattstofni og/eða hækkun á skatthlutföllum. Í því frumvarpi sem hér liggur fyrir er reiknað með að tekjuaukinn verði heldur minni, eða nálægt 6 milljörðum kr. á heilu ári. Breytingum frumvarpsins má í grófum dráttum skipta í tvennt. Annars vegar er lagt til að almenna þrepið í virðisaukaskatti fari úr 24,5% í 25% frá og með 1. janúar 2010, en sú hækkun er talin skila ríkissjóði um 2 milljörðum kr. á heilu ári. Verðlagsáhrif af þeirri breytingu eru áætluð 0,2%. Hins vegar er gerð tillaga um nýtt 14% þrep sem taki gildi 1. mars 2010, en undir það þrep falli sykurvörur og óáfengar drykkjarvörur og sala veitingahúsa og kaffihúsa. Áætlaðar viðbótartekjur af þessu nýja þrepi er taldar nema nálægt 4 milljörðum kr. á heilu ári, en 3,2 milljörðum kr. árinu 2010. Áhrif hækkunarinnar á vísitölu neysluverðs eru talin verða nálægt 0,4%.
    Í fimmta lagi er í frumvarpi þessu að finna tillögu að hækkun margvíslegra gjalda í lögum um aukatekjur ríkissjóðs sem flest hver hafa haldist óbreytt að krónutölu frá árinu 2004. Til samanburðar má nefna að vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæplega 51% frá árinu 2004. Lagt er til að gjöldin hækki um 50% að jafnaði, þó þannig að fjárhæð þeirra standi, eftir atvikum, á hálfu eða heilu hundraði. Þó er lagt til að dómsmálagjöld hækki hlutfallslega meira en önnur gjöld. Er þetta gert til þess að mæta auknum kostnaði við rekstur dómskerfisins og einnig til þess að draga úr þeim mikla fjölda smærri mála sem berast dómskerfinu. Í heild sinni er þessi hækkun talin skila um 1,5 milljörðum kr. á ársgrundvelli. Ekki var gert ráð fyrir þessari hækkun í forsendum fjárlagafrumvarpsins.
    Í sjötta lagi er lagt til með vísan til þess erfiða efnahagsástands sem ríkir hjá mörgum íslenskum fjölskyldum um þessar mundir að þeim einstaklingum sem enn eiga frjálsan séreignarsparnað verði gert kleift að leysa út allt að 1,5 millj. kr. fyrir staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars, til viðbótar við þá 1 millj. kr. útgreiðslu sem áður hafði verið heimiluð fyrr á þessu ári. Með því nemur samanlögð hámarksfjárhæð sem heimilt er að greiða út 2,5 millj. kr. fyrir staðgreiðslu. Eins og áður er gert ráð fyrir að þessi viðbót verði greidd út á næstu níu mánuðum og nemi þannig að frádregnum tekjuskatti og útsvari nálægt 100 þús. kr. á mánuði. Talið er að heimilin í landinu innleysi nálægt 20 milljörðum kr. á grundvelli þessarar viðbótarheimildar til útgreiðslu séreignarsparnaðar verði frumvarpið að lögum, en hafa verður í huga að sú fjárhæð er mikilli óvissu háð. Gangi sú áætlun eftir fær ríkissjóður allt að 5 milljarða kr. í viðbótartekjur af staðgreiðslu tekjuskatts á næsta ári og sveitarfélögin um 2,6 milljarða kr. í útsvarstekjur.
    Að lokum er í frumvarpinu að finna tillögur um minni háttar breytingar á öðrum lögum án þess að þær hafi bein áhrif á tekjuöflun ríkissjóðs. Má þar nefna framlengingu til ársloka 2010 á heimildum til þess að fella niður eða lækka vörugjald af ökutækjum sem hafa í för með sér hverfandi mengun. Einnig er lagt til að heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða sem hafa leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni verði framlengd um eitt ár, til ársloka 2010. Þá er í frumvarpinu að finna tillögu að framlengingu á undanþágu frá stimpilgjaldi þegar um er að ræða skilmálabreytingar fram til 1. júlí 2010, en gildandi undanþága hefði ella runnið út um áramót. Jafnframt er lögð til niðurfelling stimpilgjalds við skilmálabreytingu bílalána að uppfylltum sömu skilyrðum og gilda um fasteignaveðlán.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Hér er lagt til að olíugjald verði hækkað um 1,65 kr. á hvern lítra, um rúmlega 3%. Að meðtöldum virðisaukaskatti nemur hækkunin liðlega 2 kr. á lítra, þ.e. rúmlega 1% hækkun útsöluverðs.

Um 2. gr.


    Hér er að finna tillögu um að almennt bensíngjald hækki um 2,50 kr. á hvern lítra, úr 20,44 kr. í 22,94 kr. Ekki er gert ráð fyrir hækkun á sérstöku bensíngjaldi sem í dag er 37,07 kr. á hvern seldan lítra. Sú hækkun sem hér er lögð til nemur 4,3% af samanlögðu bensíngjaldi. Að meðtöldum virðisaukaskatti nemur hækkunin liðlega 3 kr. á lítra, þ.e. tæplega 2% hækkun útsöluverðs.

Um 3. gr.


    Í greininni er lagt til að framlengd verði bráðabirgðaákvæði sem heimila niðurfellingu eða lækkun vörugjalda á ökutæki sem hafa í för með sér hverfandi mengun til 31. desember 2010, þ.e. um eitt ár.

Um 4. gr.


    Í ákvæðinu er lagt til að framlengdur verður gildistími bráðabirgðaákvæðis sem heimilar niðurfellingu vörugjalda á sérhæfðum varahlutum í vetnisbifreiðar til 31. desember 2010, þ.e. um eitt ár.

Um 5. gr.


    Hér er lagt til að felld verði brott tollskrárnúmer úr A-lið viðauka við lög um vörugjald. Er hér einungis um lagfæringu að ræða þar sem tilgreind tollskrárnúmer eru fallin úr gildi.

Um 6. gr.


    Í greininni er lagt til að fjárhæð bifreiðagjalds hækki um 10% frá og með næstu áramótum. Fjárhæð bifreiðagjalds var síðast breytt í lok maí sl. þegar það var hækkað um 10% og þar áður í desember 2008 þegar það var hækkað um 12,5%. Fyrir þann tíma hafði fjárhæð bifreiðagjalds verið óbreytt frá janúar 2005. Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 44% frá janúar 2005 og hefur bifreiðagjaldið því lækkað nokkuð að raungildi á síðustu árum.

Um 7. gr.


    Hér er gerð tillaga um 10% hækkun á áfengisgjaldi, jafnt af sterku víni, léttu víni sem bjór. Áætluð áhrif á smásöluverð eru nokkuð mismunandi eftir tegundum, mest á bjór en minnst á sterka drykki. Verði þetta frumvarp að lögum hefur gjald á áfengi hækkað um 42% á síðustu tólf mánuðum.

Um 8. gr.


    Í greininni er lagt til að tóbaksgjald hækki um 10%, eða hlutfallslega jafnt af öllum tegundum tóbaks.

Um 9. gr.


    Með greininni er lagt til að gjald af tóbaki sem ferðamenn eða farmenn hafa með sér til landsins verði hækkað um 10% til samræmis við áðurnefnda hækkun, sbr. 8. gr.

Um 10. og 11. gr.


    Hér er lagt til að framlengdur verði til 1. júlí 2010 gildistími bráðabirgðaákvæða sem heimila niðurfellingu stimpilgjalds af skilmálabreytingum fasteignaveðskuldabréfa og nýrra bréfa sem gefin eru út af Íbúðalánasjóði. Samkvæmt gildandi bráðabirgðaákvæðum hefði heimildin runnið út í lok þessa árs.

Um 12. gr.


    Hér er gerð tillaga um að við lögin sé bætt nýju bráðabirgðaákvæði sem heimilar niðurfellingu stimpilgjalds af skilmálabreytingum bílalána hjá einstaklingum. Niðurfellingin er háð sömu skilmálum og gilda við niðurfellingu stimpilgjalds af skilmálabreytingum fasteignaveðskuldabréfa.

Um 13. og 14. gr.


    Breytingar á virðisaukaskattsþrepum hafa það í för með sér að breyta þarf hlutfallstölum í þessum ákvæðum virðisaukaskattslaganna. Hlutfallstölurnar eru 80% af 25% virðisaukaskatti og 87,72% af 14% virðisaukaskatti.

Um 15. gr.


    Í a-lið ákvæðisins er lagt til að almenna þrepið í virðisaukaskatti fari úr 24,5% í 25% eins og fram kemur í almennum athugasemdum.
    Í b-lið ákvæðisins er lagt til að við lögin bætist nýtt þrep og þær vörur og þjónusta sem falli í það þrep muni bera 14% virðisaukaskatt. Í ákvæðinu er lagt til að sala veitingahúsa, mötuneyta og annarra hliðstæðra aðila á tilreiddum mat og þjónustu falli í þetta þrep. Einnig er lagt til að sykraðar vörur og drykkjarvörur, þó ekki áfengi, beri 14% virðisaukaskatt. Þessar vörur eru meðal annars sykur, sætindi, kökur og kex. Í viðauka við lögin er tilgreint hvaða tollskrárnúmer falla undir viðauka við lögin og ber sú matvara 7% virðisaukaskatt. Önnur matvæli bera þá 14% virðisaukaskatt.

Um 16.–18. gr.


    Hér er um að ræða breytingar á hlutfallstölum sem leiðir af breytingum á virðisaukaskattsþrepum í 15. gr.

Um 19. gr.


    Með ákvæðinu er lagt til að framlengja gildistíma bráðabirgðaákvæða til 31. desember 2010. Í ákvæðunum er annars vegar heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða þeirra sem leyfi hafa til fólksflutninga í atvinnuskyni og hins vegar heimild til niðurfellingar eða endurgreiðslu virðisaukaskatts af vetnisbifreiðum sem fluttar eru inn í rannsóknarskyni, svo og sérhæfðum varahlutum í þær.

Um 20. gr.


    Hér eru lagðar til breytingar á viðauka við lögin í samræmi við athugasemdir við 15. gr. Lögð er til breyting á tollskrárnúmerum í e- og f-lið viðaukans sem leiðir til þess að ákveðin sykruð matvæli eru undanskilin og munu þá bera 14% virðisaukaskatt. Þessar vörur eru meðal annars sykur, sætindi, kökur og sykraðar drykkjarvörur. Sykurvörur verða þá í hærra þrepi en aðrar matvörur á svipaðan hátt og var áður en virðisaukaskattur af matvælum var lækkaður 1. mars 2007.

Um 21.–29. gr.


    Líkt og tekið var fram í almennum athugasemdum er lagt til í 21.–23. gr. frumvarpsins að dómsmálagjöld hækki hlutfallslega meira en aðrar fjárhæðir í frumvarpinu. Auk þessa er lagt til að ákvæði laganna um gjöld er varða nauðasamninga í 3. gr. laganna taki ekki til nauðasamninga til greiðsluaðlögunar. Að öðru leyti er vísað til almennra athugasemda.

Um 30. gr.


    Með greininni eru lagðar til hækkanir á þeim gjöldum sem 10. gr. kveður á um. Varðandi breytingar á fjárhæðum er vísað til almennra athugasemda við frumvarp þetta. Þá er lagt til að nýjum tölulið verði bætt við 1. mgr. greinarinnar sem kveður á um að fyrir leyfi til náms- og starfsráðgjafa beri að greiða 8.300 kr., eins og fyrir önnur atvinnuréttindi og tengd réttindi. Kveðið er á um leyfi til náms- og starfsráðgjafa í lögum nr. 35/2009, um náms- og starfsráðgjafa.

Um 31.–39. gr.


    Með greinunum eru lagðar til hækkanir á þeim gjöldum sem greinarnar kveða á um. Varðandi breytingar á fjárhæðum er vísað til almennra athugasemda við frumvarp þetta. 20.–24. tölul. 11. gr. var bætt við lög um aukatekjur ríkissjóðs með lögum nr. 85/2007. Þar sem upphæðir þeirra leyfa sem kveðið er á um í 20.–24. tölul. 11. gr. taka ekki mið af öðrum upphæðum laganna er lagt til að þær uppfærist miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs frá gildistöku þeirra.
    Þá skal tekið fram að 2. mgr. 17. gr. laganna bættist ný við lög um aukatekjur ríkissjóðs með lögum nr. 161/2008. Þrátt fyrir það er lagt til að þau gjöld sem kveðið er á um í greininni hækki til jafns við aðrar upphæðir til þess að gæta samræmis.

Um 40. gr.


    Með greininni er lagt til að tímabil til innlausnar séreignarsparnaðar samkvæmt heimild í ákvæði til bráðabirgða VIII verði framlengt til 1. apríl 2011 og heimild þess ákvæðis renni þannig út á sama tíma og viðbótarheimild sú sem lögð er til í 42. gr. frumvarpsins. Þá er lagt til að heimildir vörsluaðila séreignarsparnaðar og FME til þess að fresta útgreiðslu séreignarsparnaðar þegar brýnir hagsmunir liggja við verði framlengdar með sama hætti.

Um 41. gr.


    Með greininni er lagt til að bætt verði við lög nr. 129/1997 ákvæði til bráðabirgða sem heimilar útgreiðslu séreignarsparnaðar að ákveðnu marki á tímabilinu 1. janúar 2010 til 1. apríl 2011, til viðbótar við þá bráðabirgðaheimild sem nú er að finna í ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum. Lagt er til að rétthafar geti fengið greiddar út allt að 1,5 millj. kr. til viðbótar við greiðslu samkvæmt ákvæði til bráðabirgða VIII, samanlagt 2,5 millj. kr. Gert er ráð fyrir að sú fjárhæð sem heimilt verður að greiða út samkvæmt þessari viðbótarheimild verði miðuð við stöðu á samanlögðum séreignarsparnaði rétthafa við gildistöku laganna.
    Ákvæði það sem hér er lagt til er að mestu leyti samhljóða ákvæði 3. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 13/2009 og um frekara efni ákvæðisins vísast til athugasemda við þá grein. Þó er því bætt við að taka skuli tillit til útgreiðslutímabils samkvæmt fyrrnefndu ákvæði til bráðabirgða VIII og þannig nemi útgreiðslutímabil samtals 18 mánuðum fyrir þá sem nýta sér báðar heimildirnar.

Um 42. gr.


    Með ákvæðinu er lögð til breyting á ákvæði til bráðabirgða I sem bætt var við lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með 4. gr. laga nr. 13/2009. Bráðabirgðaákvæðinu var bætt við lögin til að veita vörsluaðilum meira svigrúm til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að bregðast við þeim auknu útgreiðslum á séreignarsparnaði sem lög nr. 13/2009 höfðu í för með sér. Breyting þessi felur í sér að bráðabirgðaákvæðið mun einnig taka til staðgreiðslu sem vörsluaðilum ber að standa skil á vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar sem kveðið er á um í 41. gr. frumvarpsins, verði það að lögum.

Um 43. gr.


    Í greininni er að finna gildistökuákvæði frumvarpsins.



Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir í
skattamálum (virðisaukaskattur o.fl.).

    Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum til að auka tekjur ríkissjóðs í samræmi við forsendur í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010. Í frumvarpinu eru tekjuáformin byggð á markmiðum áætlunar um að jöfnuði verði náð í ríkisfjármálum á næstu fjórum árum. Í þessu frumvarpi er verið að leggja til hluta af þeim breytingum á lögum um tekjuöflun ríkissjóðs sem ætlunin er að flytja þannig að ofangreind áform nái fram að ganga á næsta ári. Með frumvarpinu er samtals gert ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs aukist á árinu 2010 um 13,9 milljarða kr. en um 14,7 milljarða kr. á ársgrundvelli. Eru þetta um 2,4 milljörðum kr. lægri tekjur en gert var ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga af þessum tekjustofnum. Í frumvarpinu er á hinn bóginn gert ráð fyrir um 6,5 milljarða kr. hækkun tekna með hækkunum á aukatekjum ríkissjóðs og auknum skatttekjum af útgreiðslum á séreignarsparnaði sem ekki var gert ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga næsta árs.
    Í fyrsta lagi er með frumvarpinu lagt til að gjöld á áfengi og tóbak verði hækkuð um 10% um næstu áramót. Á ársgrundvelli er gert ráð fyrir að hækkunin auki tekjur ríkissjóðs um rúman 1,1 milljarð kr.
    Í öðru lagi er lagt til að bensíngjald hækki um 2,50 kr. á hvern lítra eða rúm 4% og olíugjald hækki um 1,65 kr. á hvern lítra eða rúm 3%. Þetta er minni hækkun er gert var ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010 en þar er gert ráð fyrir að bæði bensín- og olíugjald hækki um 10%, sem hefði hækkað bensíngjald um 5,75 kr. á hvern lítra og olíugjald um 5,15 kr. á hvern lítra. Áform eru um að leggja á nýtt kolefnisgjald sem gert er ráð fyrir að vegi upp 900 m.kr. minni hækkun á bensín- og olíugjaldi en áður var reiknað með. Frumvarp um það gjald er nú í undirbúningi. Gert er ráð fyrir að auknar tekjur ríkissjóðs vegna hækkunar á bensín- og olíugjöldum samkvæmt þessu frumvarpi verði um 600 m.kr. á ári.
    Í þriðja lagi er lagt til að bifreiðagjald verði hækkað um 10% frá og með næstu áramótum og að tekjuauki ríkissjóðs verði um 500 m.kr. á ári vegna þess.
    Í fjórða lagi eru lagðar til breytingar á lögum um virðisaukaskatt þannig að tekið verði upp þriggja þrepa kerfi í stað tveggja þrepa eins og nú er. Gert er ráð fyrir því að almenna þrepið í virðisaukaskatti hækki úr 24,5% í 25% frá og með 1. janúar 2010 og síðan verði tvö skattþrep, annars vegar 14% þrep sem taki gildi 1. mars 2010 og hins vegar núverandi 7% skattþrep. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sykurvörur og óáfengar drykkjarvörur og sala veitinga- og kaffihúsa færist úr 7% skattþrepi í 14% skattþrepið. Viðbótartekjur ríkissjóðs vegna þessara breytinga eru áætlaðar um 5,3 milljarðar kr. á árinu 2010 og samtals um 6 milljarðar kr. á ársgrundvelli.
    Í fimmta lagi er lagt til að margvísleg gjöld í lögum um aukatekjur ríkissjóðs hækki að jafnaði um 50% en þau hafa flest verið óbreytt að krónutölu frá árinu 2004. Þó er lagt til að dómsmálagjöld hækki hlutfallslega meira en önnur gjöld. Til samanburðar má nefna að áætlað er að vísitala neysluverðs muni hækka um 54% frá 2004 til meðalverðlags á næsta ári. Gert er auk þess ráð fyrir 5% hækkun á almennu verðlagi til ársins 2010 í frumvarpi til fjárlaga. Flest þeirra gjalda sem kveðið er á um í lögunum hafa einungis hækkað um 10% frá árinu 1997 en á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um tæp 100%. Áætlað er að þessi hækkun auki tekjur ríkissjóðs um 1,5 milljarða kr. á ársgrundvelli.
    Í sjötta lagi er lagt til að einstaklingum sem greitt hafa viðbótariðgjald í séreignarsjóð verði gert kleift að leysa út allt að 1,5 m.kr., fyrir staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars, til viðbótar við útgreiðslu sem samþykkt var til bráðabirgða með lögum síðastliðið vor. Útgreiðsla þessi verði heimil á tímabilinu 1. desember 2009 til 1. apríl 2011, en ákvæði til bráðabirgða samkvæmt fyrri heimild rennur út 1. október 2010. Ef tekið er mið af reynslu við fyrri lagasetningu um útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar þá má gera ráð fyrir að heimilin í landinu geti innleyst allt að 20 milljarða kr. til viðbótar með þessari auknu heimild. Útgreiðsla séreignarsparnaðar telst til skattskyldra tekna í hendi rétthafa og ber að greiða staðgreiðslu af honum í samræmi við lög um staðgreiðslu opinberra gjalda. Áætlað er að þessi tilfærsla á tekjum ríkissjóðs fram til ársins 2010 gæti orðið allt að 5 milljarðar kr. ef áætlun um 20 milljarða kr. útgreiðslu gengur eftir.
    Auk ofangreindra breytinga til aukinnar tekjuöflunar fyrir ríkissjóð er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða sem leyfi hafa til fólksflutninga í atvinnuskyni og hins vegar heimild til niðurfellingar eða endurgreiðslu virðisaukaskatts af vetnisbifreiðum, svo og sérhæfðum varahlutum í þær, verði framlengd um eitt ár til 31. desember 2010. Jafnframt er framlengt til 1. júlí 2010 bráðabirgðaákvæði um heimild til niðurfellingar stimpilgjalds af skilmálabreytingum fasteignaveðskuldabréfa og nýrra bréfa sem gefin eru út af Íbúðalánasjóði, auk þess sem bætt er við til viðbótar nýju bráðabirgðaákvæði til sama tíma sem heimilar niðurfellingu stimpilgjalds af skilmálabreytingum bílalána einstaklinga. Niðurfellingin er háð sömu skilmálum og þau sem sett eru við niðurfellingu stimpilgjalds af skilmálabreytingum fasteignaveðskuldabréfa.
    Frumvarpið snýr að tekjuöflun ríkisins sem í fæstum tilfellum hefur áhrif á útgjöld. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á virðisaukaskattskerfinu þarf hins vegar að gera tilteknar aðlaganir á tölvukerfum og kerfishlutum, auk þess sem útbúa þarf ný framtalseyðublöð. Að meðtöldum auglýsinga- og kynningarkostnaði má gera ráð fyrir að stofnkostnaður við kerfisbreytinguna gæti verið á bilinu 8–10 m.kr. Þar sem skattkerfið verður nokkuð flóknara eftir breytinguna má auk þess gera ráð fyrir að vinna við skattframkvæmd og eftirlit verði eitthvað umfangsmeiri þegar frá líður. Þessi kostnaður hefur ekki verið metinn og fellur væntanlega ekki til fyrr en fer að reyna á framkvæmdina.
    Verði frumvarp þetta óbreytt að lögum má því gera ráð fyrir að aukinn kostnaður ríkissjóðs muni fyrst og fremst koma til vegna breytinga á virðisaukaskattskerfinu og gæti stofnkostnaður orðið allt að 10 m.kr.