Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 171. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 586  —  171. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða (norræn handtökuskipun).

Frá allsherjarnefnd.


    
     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna ,,norrænu ríki um að biðja annað norrænt ríki“ komi: Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð um að biðja eitthvert þessara ríkja.
     2.      Við 6. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: dómsmálayfirvöld í landinu sem beðið er um fullnustu hafa ákveðið annaðhvort að hefja ekki saksókn vegna afbrotsins sem norræna handtökuskipunin grundvallast á eða hafa hætt við saksókn sem hafin er, eða hinn eftirlýsti hefur hlotið dóm í öðru norrænu landi vegna sömu háttsemi sem kemur í veg fyrir frekari saksókn.
     3.      Við 8. gr. Í stað orðsins ,,dómsmálaráðuneytið“ í d-lið 1. mgr. komi: dómsmála- og mannréttindaráðuneyti.
     4.      Við 23. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi þegar samningur um framsal vegna refsiverðra verknaða milli Norðurlandanna (norræn handtökuskipun) tekur gildi í öllum aðildarríkjunum, þ.e. Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, og skal ráðherra birta auglýsingu í Stjórnartíðindum um gildistökuna. Þó er ráðherra heimilt að ákveða með auglýsingu í Stjórnartíðindum að lögin öðlist gildi fyrr gagnvart þeim aðildarlöndum sem hafa skuldbundið sig samkvæmt samningnum. Við gildistöku laga þessara falla brott lög um framsal sakamanna til Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, nr. 7 14. mars 1962.