Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 460. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 884  —  460. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum (bílaleigur).

(Eftir 2. umr., 25. mars.)



1. gr.


    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Skattskyldum aðilum sem við gildistöku ákvæðis þessa hafa leyfi til að reka bílaleigu samkvæmt lögum nr. 64/2000, um bílaleigur, er heimilt við kaup á notuðum fólksbifreiðum að reikna innskatt af kaupverði bifreiða sem verða til útleigu, þó svo að virðisaukaskattur hafi ekki verið lagður á við sölu á viðkomandi bifreiðum til bílaleigunnar. Innskatturinn skal nema 20,32% af kaupverði bifreiðar.
    Fjöldi keyptra bifreiða samkvæmt heimild 1. mgr. má ekki vera meiri en 15% af heildarfjölda fólksbifreiða sem eru í eigu bílaleigunnar 1. júlí 2010.
    Endursala bifreiða sem um ræðir í 1. mgr. telst til skattskyldrar veltu skv. 11. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Sundurliða skal í bókhaldi upplýsingar um kaup og sölu bifreiðanna í samræmi við 9. gr. a reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt.
    Heimild skv. 1. og 2. mgr. gildir til 31. desember 2010.

2. gr.

    Lög þessi taka þegar gildi.