Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 255. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1286  —  255. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

Frá meiri hluta viðskiptanefndar (LMós, MSchr, BVG, MÁ, JRG).



     1.      Við 1. gr. Í stað orðsins „lágmarksvernd“ í 1. mgr. komi: vernd.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Orðskýringin Innlánsstofnun orðist svo: Viðskiptabanki eða sparisjóður sem stundar starfsemi skv. a-lið 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og hlotið hefur starfsleyfi hér á landi.
                  b.      Orðskýringin Innstæða orðist svo: Inneign á reikningi í eigu viðskiptamanns hjá innlánsstofnun, að meðtöldum áföllnum vöxtum og verðbótum, og millifærsla í hefðbundinni almennri bankastarfsemi, sem innlánsstofnun ber að endurgreiða samkvæmt lögum og umsömdum skilmálum, og hlutdeild viðskiptamanns í reikningi innlánsleiðar vörsluaðila lífeyrissparnaðar hjá innlánsstofnun. Lántökur innlánsstofnunar, eiginfjárreikningar, peningamarkaðsinnlán, heildsöluinnlán og safnreikningar, aðrir en reikningar innlánsleiða vörsluaðila lífeyrissparnaðar, teljast ekki til innstæðna.
                  c.      Orðskýringin Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu orðist svo: Fjármálafyrirtæki sem hlotið hefur starfsleyfi til að stunda starfsemi á grundvelli 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
                  d.      8. tölul. falli brott.
                  e.      Við bætist tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                8.     Vörsluaðili lífeyrissparnaðar: Aðili skv. 3. mgr. 8. gr. laga 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem hefur heimild til að stunda starfsemi skv. II. kafla sömu laga.
                9.     Innlánsleið vörsluaðila lífeyrissparnaðar: Fjárfestingarleið vörsluaðila lífeyrissparnaðar sem eingöngu hefur heimildir til að ávaxta fé sitt á innlánsreikningi samkvæmt fjárfestingarstefnu sinni.
     3.      Við 4. gr. Í stað 1. og 2. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Efnahags- og viðskiptaráðherra skipar þriggja manna stjórn sjóðsins og ákveður þóknun stjórnar. Tveir stjórnarmenn skulu skipaðir án tilnefningar en einn tilnefndur af Seðlabanka Íslands.
     4.      Við 6. gr. Við 3. mgr. bætist: í samræmi við hlutfall hverrar deildar í heildarkostnaði.
     5.      Við 7. gr. Inngangsmálsliður orðist svo: Sjóðnum er skylt að greiða viðskiptavini innlánsstofnunar eða fyrirtækis í verðbréfaþjónustu sem greiðir iðgjöld til sjóðsins fjárhæð sem nemur vernd sjóðsins skv. 12. gr. og 20. gr. enda hafi greiðsluskylda sjóðsins orðið virk vegna:
     6.      Við 8. gr. Í stað orðanna „á hendur henni“ komi: á hendur viðkomandi sjóðsdeild.
     7.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað 1.–4. mgr. komi fimm nýjar málsgreinar sem orðist svo:
                     Innlánsstofnanir skulu greiða iðgjöld til A-deildar frá því að þær hefja starfsemi skv. a-lið 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Iðgjöld skiptast í almennt iðgjald skv. 2. mgr., iðgjald sem reiknast á grundvelli markaðshlutdeildar skv. 3. mgr. og iðgjald sem reiknað er á grundvelli áhættueinkunnar skv. 4. mgr.
                     Almennt iðgjald skal á ársgrundvelli nema sem svarar 1% af innstæðum, þó ekki þeim sem undanþegnar eru tryggingarvernd skv. 14. gr., hjá viðkomandi innlánsstofnun, eða 0,25% á ársfjórðungslegum gjalddaga.
                     Auk iðgjalds skv. 2. mgr. greiða innlánsstofnanir breytilegt iðgjald fyrir hvert prósentustig umfram 10% af heildarinnstæðum sem greitt er iðgjald af sem nemur 0,016% á ársgrundvelli, eða 0,004% á ársfjórðungslegum gjalddaga fyrir hvert prósentustig.
                     Auk iðgjalds skv. 2. og 3. mgr. greiða innlánsstofnanir breytilegt iðgjald í samræmi við áhættustuðul sem gefinn skal hverri einstakri innlánsstofnun þar sem vægi eiginfjáruppbyggingar og eiginfjárstyrks skal nema 35% af stuðlinum, vægi fjármögnunar- og rekstrarþátta 45% og vægi áhættudreifingar 20%. Fjármálaeftirlitið reiknar út áhættustuðul hverrar innlánsstofnunar og tilkynnir sjóðnum um breytingar á áhættustuðli þegar slíkar breytingar eru gerðar. Áhættustuðull skal lægst hafa gildið 1 en hæst gildið 2 og skal iðgjald skv. 2. mgr. margfaldað með stuðli viðkomandi innlánsstofnunar.
                     Gjalddagar skulu vera fjórir á ári, einn fyrir hvern ársfjórðung, síðasta virkan dag í febrúar, maí, ágúst og nóvember.
                  b.      Síðari málsl. 6. mgr. falli brott.
                  c.      1. málsl. 7. mgr. orðist svo: Eigi síðar en 30 dögum eftir lok hvers ársfjórðungs skulu innlánsstofnanir hafa veitt sjóðnum upplýsingar um samtölu þeirra eigna og atriða sem álagning skv. 2.–4. mgr. byggist á.
                  d.      Við 7. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Sjóðurinn tilkynnir innlánsstofnunum upphæð iðgjalds a.m.k. sjö dögum fyrir gjalddaga.
                  e.      Fyrsti málsliður 8. mgr. orðist svo: Standi innlánsstofnun ekki skil á upplýsingum sem henni ber að veita skv. 8. mgr. er sjóðnum heimilt að áætla iðgjald innlánsstofnunar skv. 2.–4. mgr.
                  f.      10. mgr. falli brott.
     8.      Við 11. gr. Í stað orðanna „skv. 4. mgr. 10. gr.“ í 1. mgr. komi: skv. 5. mgr. 10. gr.
     9.      Við 12. gr.
                  a.      Í stað orðanna „50.000 evra (EUR)“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: 100.000 evra (EUR) í íslenskum krónum.
                  b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, sem orðist svo: Rétthafi í innlánsleið vörsluaðila lífeyrissparnaðar telst innstæðueigandi samkvæmt þessari grein.
                  c.      Í stað orðanna „upplýsingar um innstæður þeirra innstæðueigenda sem njóta verndar samkvæmt lögunum“ í 1. málsl. 2. gr. komi: allar þær upplýsingar sem sjóðurinn telur nauðsynlegar til að meta rétt hvers innstæðueiganda og vörsluaðila.
                  d.      Við bætist ný málsgrein er verði 3. mgr. og orðist svo:
                     Nú er innstæðueigandi rétthafi í innlánsleið vörsluaðila lífeyrissparnaðar og skiptist þá greiðsla tryggingarfjárhæðar á milli vörsluaðila og hans í sama hlutfalli og hlutur hans í reikningi vörsluaðila af heildarinnstæðum hans hjá viðkomandi innlánsstofnun nemur. Vörsluaðili ráðstafar fénu samkvæmt skilagrein sjóðsins og greiðir til rétthafa í samræmi við skilmála samnings þeirra á milli.
                  e.      Við 1. málsl. 3. mgr. bætist: sem nemur fjárhæð greiðslunnar.
                  f.      2. málsl. 3. mgr. falli brott.
                  g.      Á eftir orðunum „yfirtekur hann“ í 1. málsl. 4. mgr. (er verði 5. mgr.) komi: án sérstakrar framsalsyfirlýsingar.
                  h.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Greiðslur úr A-deild.
     10.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðsins „innlánsstofnana“ í 1. tölul. komi: fjármálafyrirtækja.
                  b.      6. og 7. tölul. falli brott.
                  c.      Við bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                     Takmarkanir á tryggingavernd skv. 1. mgr. raska ekki rétthæð innstæðna í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., við slitameðferð innlánsstofnunar skv. XII. kafla laga um fjármálafyrirtæki.
     11.      Við 15. gr. Í stað orðanna „gagnvart innstæðueiganda“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: gagnvart innstæðueiganda eða vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
     12.      Við 18. gr. Á eftir orðunum „1. febrúar“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: ár hvert.
     13.      Við 19. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Sé fyrirtæki í verðbréfaþjónustu svipt starfsleyfi í heild eða að hluta raskast ekki hagsmunir þeirra sem nutu tryggingaverndar í samræmi við ákvæði þessa kafla.
     14.      Við 20. gr.
                  a.      2. málsl. 3. mgr. falli brott.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Greiðslur úr verðbréfadeild.
     15.      Við 22. gr.
                  a.      Í stað orðsins „verðbréfafyrirtækja“ í 1. tölul. komi: fjármálafyrirtækja.
                  b.      6. og 7. tölul. falli brott.
     16.      Við 23. gr. Í stað orðanna „skv. 1. mgr.“ í 6. mgr. komi: skv. 5. mgr.
     17.      Við 24. gr. Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Sjóðnum er heimilt að gera þeim að greiða viðbótariðgjald, allt að tvöföldu iðgjaldi skv. 2. mgr. 10. gr., eða setja tryggingar, sem sjóðurinn metur fullnægjandi, fyrir því að þau geti staðið við skuldbindingar sínar.
     18.      Við 26. gr.
                  a.      Í stað 1. og 2. mgr. komi ein málsgrein, svohljóðandi:
                     Innlánsstofnanir og fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu á afgreiðslustöðum sínum og vefsíðum hafa til reiðu upplýsingar um innstæðutryggingar og lágmarksvernd fyrir fjárfesta. Upplýsingar skulu vera á tungumáli þess ríkis þar sem starfsstöð er og tiltaka m.a. fjárhæð tryggingar, hvaða eignir njóta eða eru undanskildar tryggingavernd og hvert viðskiptamaður getur snúið sér neiti fyrirtæki honum um greiðslu. Upplýsingar þessar skulu kynntar viðskiptamönnum sérstaklega við upphaf viðskipta.
                  b.      Í stað orðsins „lágmarkstryggingu“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: vernd.
     19.      Við 30. gr. 1. málsl. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2010 en þó öðlast ákvæði 15. gr. gildi 1. janúar 2011.
     20.      Ákvæði til bráðabirgða I orðist svo:
             Þrátt fyrir ákvæði 30. gr. getur ráðherra skipað stjórn sjóðsins fyrir 1. júlí 2010 í samræmi við lög þessi.
             Um greiðslur iðgjalda vegna ársins 2009 fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 98/1999. Um greiðslur iðgjalda vegna fyrstu sex mánaða ársins 2010 fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 98/1999 og skulu aðildarfyrirtæki greiða helming áætlaðs ársiðgjalds eigi síðar en 31. ágúst 2010.
             Þrátt fyrir ákvæði 10. gr. skal fyrsti gjalddagi iðgjalds skv. 2. mgr. 10. gr. vera síðasti virki dagur nóvembermánaðar 2010, vegna ársfjórðungsins júlí – september 2010, og fyrsti gjalddagi iðgjalda skv. 3. og 4. mgr. 10. gr. skal vera síðasti virki dagur febrúarmánaðar 2011.
             Þangað til ákvæði 15. gr. öðlast gildi, sbr. 30. gr., skulu tímafrestir sjóðsins til útborgunar fara samkvæmt lögum nr. 98/1999.
     21.      Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
             Tryggingarsjóður sparisjóðanna skal lagður niður eigi síðar en 31. desember 2010. Ekki skal heimilt að leggja þá skyldu á sparisjóðina á árinu 2010 að greiða framlag til sjóðsins. Eignir Tryggingarsjóðs sparisjóðanna skulu renna til sparisjóðanna í sömu hlutföllum og nemur hlutdeild þeirra í heildarinnstæðum hjá sparisjóðum eins og hún kann að verða 31. desember 2010. Standa skal skil á greiðslu til þeirra eigi síðar en 31. mars 2011.
     22.      Við ákvæði til bráðabirgða III bætist ný málsgrein sem orðist svo:
             Ákvæði laga nr. 98/1999 um útgáfu og greiðslu ábyrgðaryfirlýsinga vegna fyrstu sex mánaða ársins 2010 og fyrri ára halda gildi sínu óháð því hvort ábyrgðaryfirlýsingar hafa borist sjóðnum. Stjórn sjóðsins skal innheimta fjármuni sem nemur ábyrgðaryfirlýsingum aðildarfyrirtækja og skulu þau hafa staðið skil á greiðslu eigi síðar en 31. desember 2010. Um vanskil fer skv. 11. gr. laga þessara.
     23.      Við bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:
                  a.      Þrátt fyrir ákvæði 12. gr. skal hámarkstrygging samkvæmt lögunum nema jafnvirði 50.000 evra (EUR) til 31. desember 2010.
                  b.      Lög þessi skulu endurskoðuð innan tveggja ára frá gildistöku þeirra.