Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 112. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1293  —  112. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (RM, ÁÞS, BÁ, JRG, VBj, VigH, ÖJ).



     1.      1. mgr. 1. gr. orðist svo:
                      Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lögum þessum. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu er ráðgefandi.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Orðið „Alþingi“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „jafnframt ákveða“ í 1. mgr. komi: kveðið á um.
     3.      Við 3. mgr. 4. gr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Verði þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða kosningum til Alþingis gilda ekki ákvæði 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 2. gr.
     4.      Við 5. gr. Í stað orðanna „skal ákveða“ í 1. mgr. komi: ákveður.
     5.      2. mgr. 7. gr. falli brott.
     6.      9. gr. orðist svo:
                      Að þjóðaratkvæðagreiðslu lokinni senda undirkjörstjórnir oddvita yfirkjörstjórnar tafarlaust atkvæðakassana og ónotaða og ónýtta kjörseðla í þeim umbúðum er segir í lögum um kosningar til Alþingis og skulu yfirkjörstjórnir senda gögnin til landskjörstjórnar.
                      Talning atkvæða fer fram fyrir opnum dyrum hjá landskjörstjórn. Hún skal auglýsa með nægum fyrirvara hvenær hún komi saman til að opna atkvæðakassa og hefja talningu atkvæða. Landskjörstjórn getur kvatt yfirkjörstjórnir í kjördæmunum í Reykjavík sér til aðstoðar. Um meðferð atkvæða, gildi þeirra og framkvæmd talningar fer eftir lögum um kosningar til Alþingis eftir því sem við á. Heimilt er að beita rafrænum aðferðum við talningu. Landskjörstjórn úrskurðar um gildi atkvæða sem eru haldin einhverjum annmörkum og skal afl atkvæða ráða úrslitum.
                      Landskjörstjórn skal skipa umboðsmenn sem hafa það hlutverk að gæta sjónarmiða andstæðra fylkinga við atkvæðagreiðsluna og úrlausn ágreiningsmála.
     7.      Við 10. gr. Í stað orðanna „daginn eftir“ í 3. mgr. komi: ekki seinna en tveimur dögum eftir.
     8.      Við 13. gr.
                  a.      Í stað orðsins „landskjörstjórnar“ í 1. mgr. komi: Hæstaréttar.
                  b.      Í stað orðsins „Alþingi“ í 2. mgr. komi: Hæstarétti.
                  c.      Í stað orðsins „Alþingi“ í 1. og 2. málsl. 3. mgr. komi: Hæstiréttur.
     9.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.