Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 508. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1319  —  508. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      1. gr. orðist svo:
                  Þjóðskrá og Fasteignaskrá Íslands skulu sameinast í eina ríkisstofnun er nefnist Þjóðskrá Íslands.
                  Dómsmála- og mannréttindaráðherra fer með framkvæmd laga þessara.
     2.      2. gr. orðist svo:
                  Þjóðskrá Íslands er ábyrgðaraðili að almannaskráningu og skal fylgja lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal um öryggi gagna, fræðslu og tilkynningarskyldu. Halda skal gagnagrunnum er lúta að almannaskráningu aðskildum frá öðrum skrám ábyrgðaraðila. Þó eru heimilar samkeyrslur til uppfærslna á heimilisföngum. Aðra vinnslu skal tilkynna til Persónuverndar.
     3.      Við 4. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Við gildistöku laga þessara tekur Þjóðskrá Íslands, sbr. 1. gr., við eignum og skuldbindingum Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands. Sama gildir um ónýttar fjárheimildir eða skuldir beggja aðila í fjárlögum fyrir árið 2010.
     4.      Við 5. gr.
                  a.      Við 15. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: 2. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.
                  b.      Við 20. tölul. Í stað orðanna „4. og 6. gr. laganna“ komi: 4. og 6. gr. og 2. mgr. 10. gr. laganna.
                  c.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Hjúskaparlög, nr. 31/1993, með síðari breytingum: Í stað orðsins „Þjóðskrár“ og orðsins „Þjóðskrá“ í 1. mgr. 141. gr. laganna kemur: Þjóðskrár Íslands, og: Þjóðskrá Íslands.
     5.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
                  Starfsmenn Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands, sem eru í starfi við gildistöku laga þessara, verða starfsmenn Þjóðskrár Íslands með sömu starfskjörum og áður giltu. Um rétt starfsmanna til starfa hjá Þjóðskrá Íslands fer eftir ákvæðum laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.