Meðferð trúnaðarupplýsinga

Þriðjudaginn 25. janúar 2011, kl. 14:13:14 (0)


139. löggjafarþing — 63. fundur,  25. jan. 2011.

meðferð trúnaðarupplýsinga.

[14:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Eins og fram hefur komið var fundur í gærkvöldi hjá fjárlaganefnd þar sem nefndarmenn fengu að rýna trúnaðargögn. Nefndarmenn gengust inn á þau skilyrði að þeir mundu halda trúnað á því sem fram kom í innihaldi skjalanna. Þrátt fyrir fullyrðingar annarra fullyrði ég að ég hef haldið þann trúnað. Ég hef ekki tjáð mig um innihald þessara trúnaðarskjala eins og hv. þm. Höskuldur Þórhallsson hélt fram áðan.

Hins vegar munum við ræða málið og fara yfir það aftur á fundi nefndarinnar í fyrramálið eins og nefndarmenn hafa ákveðið í samskiptum sínum í morgun. Meðan aðilar málsins hafa ekki samþykkt að létta af skjölunum trúnaði höldum við trúnaði á þeim.