Svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum

Fimmtudaginn 17. mars 2011, kl. 11:18:07 (0)


139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Rétt áðan var liðurinn óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra og mér finnst að forseti Alþingis eigi að berja í bjölluna þegar sá liður snýst upp í það að ráðherra fari að spyrja stjórnarandstöðuna. Þetta er nefnilega liðurinn óundirbúnar fyrirspurnar til ráðherra og forseti (Gripið fram í.) á að passa að menn fylgi þeim dagskrárlið. (Gripið fram í: … óskaplega þunnt að verða.)

Hæstv. utanríkisráðherra sagði að oft vissu menn ekki svarið. Það er eðlilegt, oft vita menn ekki svarið, en það er dálítið undarlegt þegar forsætisráðherra landsins hefur enga stefnu í efnahagsmálum og veit ekki svarið. (Gripið fram í: Þegar það er erfitt að svara því þá …)