Landlæknir og lýðheilsa

Þriðjudaginn 29. mars 2011, kl. 17:27:32 (0)


139. löggjafarþing — 102. fundur,  29. mars 2011.

landlæknir og lýðheilsa.

190. mál
[17:27]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég er hv. þingmanni algerlega sammála um að það er innihaldið sem hér skiptir máli og nafnið skiptir máli vegna þess að það snertir innihaldið. Ég vil hins vegar mótmæla því að hér hafi ekki verið rætt um efnisatriði málsins. Það var gert mjög vandlega í 2. umr., sem ég vegna nafnaáhuga míns sat og hlustaði á. Þá var hv. þingmaður því miður fjarverandi. Ég veit að honum var það ekki ljúft að vera það og hann hefur að sumu leyti bætt það upp í 3. umr., sem er óvenjulöng og efnismikil af 3. umr. að vera. En ég held, nema hann hafi kynnt sér það sem hér var sagt í 2. umr., að hann ætti að fara varlegar í fullyrðingar sínar um að eingöngu sé um einhvern hégóma eða tittlingaskít að ræða sem menn hafi áhuga á í tengslum við þetta ágæta frumvarp.