Landlæknir og lýðheilsa

Þriðjudaginn 29. mars 2011, kl. 17:33:15 (0)


139. löggjafarþing — 102. fundur,  29. mars 2011.

landlæknir og lýðheilsa.

190. mál
[17:33]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég get vel skilið að hv. þingmaður reyni að draga Fimleikafélag Hafnarfjarðar inn í þessa umræðu miðað við það kjördæmi sem hann er fulltrúi fyrir á þinginu. Ég vil bara segja um það að meðan Fimleikafélagi Hafnarfjarðar hefur gengið eins vel í meistaraflokki karla og raun ber vitni síðustu árin er engin hætta á því að við í Reykjavík, ég tala nú ekki um vestan lækjar, misskiljum nokkurn hlut með það hvað Fimleikafélag Hafnarfjarðar stendur fyrir og hvar það er sterkast á svellinu.