Stjórnlagaþing

Miðvikudaginn 30. mars 2011, kl. 17:38:07 (0)


139. löggjafarþing — 103. fundur,  30. mars 2011.

stjórnlagaþing.

644. mál
[17:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð alltaf var við þá tilfinningu að ákveðin lausung sé í lagasetningu á Alþingi. Þetta frumvarp ýfir upp þá tilfinningu. Þess vegna spyr ég hv. þingmann: Hvernig stóð á því að þetta frumvarp var ekki flutt samhliða þingsályktuninni þannig að menn gætu rætt það og farið í gegnum hvernig hvort hefur áhrif á annað? Þetta er með ólíkindum. Þetta er mjög óvönduð lagasetning sem er því miður allt of mikið um.