Landsdómur

Fimmtudaginn 05. maí 2011, kl. 13:56:26 (0)


139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[13:56]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessu er auðsvarað. Ástæðan fyrir því að ég taldi ekki þurfa að leggja fram einhvers konar lagabreytingu eða lagafrumvarp um þessa breytingu var einfaldlega sú að það lá fyrir frumvarp á Alþingi, lagt fram af innanríkisráðherra strax í kjölfar ákvörðunar Alþingis um að ákæra Geir H. Haarde, um að breyta ýmsum formsatriðum þessa máls. Þar var eitt ákvæði sem er í rauninni efnislega samhljóða því sem við erum að gera núna. Ég held að þingmaðurinn sé í raun sammála mér um að það hefði verið hálfankannalegt að koma með tvö lagabreytingafrumvörp þess efnis.