Lengd þingfundar

Fimmtudaginn 05. maí 2011, kl. 16:17:50 (0)


139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

lengd þingfundar.

[16:17]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vildi upplýsa þingheim um að ég mun og hef lagt það til að menn samþykki ekki að lengja þennan þingfund. Ég lagði það til fyrr í dag að málefni Stjórnarráðsins yrðu geymd þannig að önnur mál gætu fengið afgreiðslu í þinginu á venjulegum fundartíma. Ekki þótti ástæða til að gera það. Það er hins vegar mjög sérstakt að við förum í að keyra það mál í gegn þegar ljóst er að ósætti og ósamstaða er ekki bara milli stjórnar og stjórnarandstöðu heldur líka innan stjórnarliðsins. Þess vegna hefði verið skynsamlegt að taka þetta mál einfaldlega til hliðar svo að við gætum látið önnur mál ná fram að ganga og senda til nefndar sem minni deilur eru um. Það fellur ekki í góðan jarðveg og þess vegna stöndum við frammi fyrir þessu núna. Ég legg til að þingmenn hafni því að vera hérna í kvöld.