Utanríkis- og alþjóðamál

Mánudaginn 16. maí 2011, kl. 22:49:29 (0)


139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[22:49]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt, fulltrúi Íslands sem sat og greiddi atkvæði fyrir okkar hönd gerði það fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og við Vinstri hreyfingin – grænt framboð eigum aðild að henni. Við fordæmum aftur á móti ákvörðunina þó að hún sé tekin í nafni ríkisstjórnarinnar. Það er ekki til afsaka það en staðreyndin er sú að þessi atkvæðagreiðsla fór fram án okkar vitundar. Við getum fordæmt hana þó að við berum ábyrgð á henni þegar upp er staðið. Þetta eru stjórnvaldsaðgerðir sem ég tel forkastanlegar og við eigum að halda okkur fjarri.