Beiðni um opinn nefndarfund

Þriðjudaginn 17. maí 2011, kl. 14:40:19 (0)


139. löggjafarþing — 125. fundur,  17. maí 2011.

beiðni um opinn nefndarfund.

[14:40]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ákvæði þingskapa sem hér um ræðir er ótvírætt hvað það varðar að formanni nefndar er skylt að boða til fundar í nefnd um það mál sem óskað er komi fram ósk um það frá a.m.k. þremur þingmönnum. Það er ekki valkvætt hvort halda skuli fundinn sem beðið er um, það er skylt samkvæmt þingsköpunum. Hitt er annað mál að þingsköp gefa formanni nefndar ákveðið svigrúm varðandi það hvenær sá fundur er haldinn sem óskað er eftir en auðvitað hefur löngum verið viðhöfð sú regla að það er gert svo fljótt sem auðið er.

Ég vildi árétta þetta, það er skylda að halda fund sem þrír nefndarmenn biðja um, ekki valkvætt.