Áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára

Fimmtudaginn 19. maí 2011, kl. 11:14:53 (0)


139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára.

334. mál
[11:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Margt í lögum um jafnréttismál er þess eðlis að ég er ekki sáttur við það. Hins vegar hlýði ég lögum, að sjálfsögðu, frá hinu háa Alþingi. Áætlunin gengur að miklu leyti út á að fara að lögum, segja opinberum starfsmönnum að fara að lögum, og svo að rannsaka þetta og hitt. Ég hef efasemdir um að slíkt bæti jafnrétti karla og kvenna. Fyrirvarar mínir snúa enn fremur að því að þurfa að segja fólki að fara að lögum.

Ég styð ályktunina en undirstrika að ég er ekki sáttur við lögin sem jafnréttisáætlunin byggir á. Ég segi já.