Staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls

Föstudaginn 27. maí 2011, kl. 14:55:55 (0)


139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.

533. mál
[14:55]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum hér atkvæði um mikilvægt mál og stórt mál og ég óska samfélagi heyrnarlausra innilega til hamingju með daginn. Þetta er stórkostleg réttarbót eftir langa og mikla baráttu, og við vitum það sem tókum þátt í þeirri baráttu að sigurinn í dag snýst ekki bara um mál heldur um að viðurkenna hóp. Til hamingju.