Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 03. júní 2011, kl. 11:12:22 (0)


139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[11:12]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vek í fyrsta lagi athygli á því að ekki er gert ráð fyrir að meginefni frumvarpsins komi til framkvæmda fyrr en 1. september árið 2012, þ.e. á nýju fiskveiðiári. Komandi fiskveiðiár hefst 1. september en eftir að fiskveiðiár er hafið eru ekki gerðar veigamiklar breytingar, a.m.k. ekki nema undir sértækum kringumstæðum.

Það er rétt að ég óskaði eftir þessari hagfræðilegu úttekt á áhrifum frumvarpsins, enda tel ég það hárrétt og nauðsynlegt. Síðan höfum við svigrúm til að vinna með málið. Það fer núna til Alþingis þar sem vinnan verður áfram vönduð. Ég tek undir með hv. (Forseti hringir.) þingmanni að það er mjög mikilvægt að þessi hagfræðilega úttekt komi sem fyrst inn í þá vinnu. Á það legg ég áherslu.