Viðvera ráðherra -- framlagning frumvarpa fyrir sumarhlé

Mánudaginn 06. júní 2011, kl. 11:11:03 (0)


139. löggjafarþing — 141. fundur,  6. júní 2011.

viðvera ráðherra -- framlagning frumvarpa fyrir sumarhlé.

[11:11]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Frú forseti. Mér varð það ljóst í morgun að það eru þrír eða fjórir dagar eftir af þinginu áður en því verður frestað og við munum ljúka störfum um frumvarp sjávarútvegsmála, sem verður okkur nú talsvert flókið og slungið. En það er af öðrum ástæðum sem ég kem hér upp. Í haust samþykktum við ályktun í kjölfar niðurstöðu þingmannanefndarinnar um hvernig Alþingi hygðist bregðast við niðurstöðum rannsóknarskýrslu Alþingis. Það skortir verulega á að öll þau málefni sem við samþykktum að ræða í því sambandi séu komin á dagskrá. Mig langaði að beina því til frú forseta hvort hægt væri að kanna hvort þau mál séu væntanleg á dagskrá á þingi, til að mynda stjórnsýsluleg úttekt á Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum, sem mér heyrist nú ekki veita af ef marka má svar hæstv. fjármálaráðherra áðan. Eins vil ég spyrja um skoðun á starfsemi lífeyrissjóðanna, sem við eigum líka eftir að ræða. (Forseti hringir.)