Stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir

Fimmtudaginn 09. júní 2011, kl. 10:53:14 (0)


139. löggjafarþing — 146. fundur,  9. júní 2011.

stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir.

789. mál
[10:53]
Horfa

Frsm. samgn. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir krafðist þess að fá að vita um afstöðu annarra en þeirra sem hér hafa talað. Ég flutti nefndarálit samgöngunefndar. Það er ekkert minnihlutaálit frá samgöngunefnd varðandi þetta mál. Það er ekkert annað nefndarálit frá samgöngunefnd í þessu máli. Það er bara eitt nefndarálit. Í nefndarálitinu endurspeglast sú umræða sem fór fram og hvers vegna nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að samþykkja beri frumvarpið.

Hv. þingmaður hefur hins vegar ekki enn lýst skoðun sinni á frumvarpinu. Hver er skoðun hv. þingmanns á því frumvarpi sem hér er verið að ræða? Áður en hv. þingmaður fer að krefja aðra um skoðun á þessu máli hvet ég hv. þingmann til að koma umsvifalaust í ræðu og lýsa sinni eigin skoðun á frumvarpinu sem er á dagskrá.