Skeldýrarækt

Föstudaginn 10. júní 2011, kl. 11:07:31 (0)


139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

skeldýrarækt.

201. mál
[11:07]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Það sem hefur staðið þessari ungu og veikburða atvinnugrein fyrir þrifum er skortur á fjármagni. Þess vegna hefði verið mjög mikilvægt að í þessari löggjöf legðu menn sig fram um það að búa þannig um hnútana og búa til þannig ramma að það yrði til þess að auðvelda mönnum að fá fjármagn inn í atvinnugreinina. Með þessu ákvæði er tvímælalaust verið að koma í veg fyrir það. Þetta mun þess vegna torvelda mjög uppbyggingu í skeldýrarækt hér á landi sem er mjög slæmt. Þess vegna leggjum við til að 16. gr. verði felld til að tryggja að fjármagn streymi inn í greinina með eðlilegum hætti og tryggja jafnframt að eðlilegur arður renni til þeirra frumherja sem hafa staðið í uppbyggingu í sveita síns andlitis á undanförnum árum.