Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 10:56:51 (0)


139. löggjafarþing — 151. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[10:56]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Ég hef ekki miklu við þetta að bæta, en vil hins vegar benda hv. þingmanni, af því að hann nefndi að það væru 12% í stóra kerfinu en einungis 4% í litla kerfinu, á að eignahámarkið helgast náttúrlega af fjölda fyrirtækja. Það eru fleiri sem verið er að reikna eignahlutfallið út frá í krókaaflamarkskerfinu en í stóra kerfinu. En tveir, þrír mánuðir skipta auðvitað engu máli. Varstu að tala um eitt ár? Eitt ár, hvíslar þingmaðurinn hér. Ég væri tilbúin að fresta þessu í tvo, þrjá mánuði og leyfa því að bíða átekta stóra málsins. Ég mun ekki beita mér fyrir því en ég mun hins vegar ekki leggjast gegn því.