Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 17:47:08 (0)


139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:47]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að fara að þræta við hæstv. ráðherra um sjávarútvegsmál. Við munum örugglega hafa tíma til þess síðar.

Við þekkjum öll þá vinnu sem unnin var í svokallaðri sáttanefnd eða nefnd sem skilaði tillögum um breytingar á sjávarútvegskerfinu. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann geti fallist á það með mér að það sé mikilvægt að við þá vinnu sem fram undan er verði sett af stað ferli þar sem leitast verði við að sem flestir komi að málum og reynt verði að skapa sem víðtækastan stuðning á bak við þær tillögur sem þaðan kunna að koma.