Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 18:57:58 (0)


139. löggjafarþing — 153. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:57]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegur forseti. Það urðu mér það mikil vonbrigði að frávísunin var ekki samþykkt að ég hef ekki komið hér upp síðan. En í ræðum þingmanna hafa menn talað um málamiðlanir, sáttatillögur og litskrúðugar töflur. Þær benda auðvitað ekki til þess að þær málamiðlanir eða sáttatillögur hafi gengið sérlega vel. Einnig var talað um að ágreiningur hefði verið innan allra þingflokka. Ég mótmæli því. Það er enginn ágreiningur innan þingflokks Framsóknarflokksins. Hér er aftur á móti verið að fella út eitt mál, það er enginn ágreiningur og við greiddum ekki atkvæði út og suður.

Hér er hins vegar verið að fella út eina grein. Það er gott, við hefðum átt að fella út allar greinar. Þess vegna segi ég já, en ég mun sitja hjá við allar greinar sem ekki snúa að því að fella út greinarnar. Hugmyndafræðin í þessari grein, að styrkja byggðir í landinu, er hins vegar skynsamleg, en útfærslan var alveg vonlaus. Við ættum að taka upp stefnu Framsóknarflokksins.

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessu máli, ekki við í stjórnarandstöðunni.