Stjórn fiskveiða

Laugardaginn 11. júní 2011, kl. 19:25:17 (0)


139. löggjafarþing — 154. fundur,  11. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[19:25]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við erum að hefja hér vegferð í átt að auknu réttlæti og jafnræði. Þær raddir heyrast, m.a. úr hópi útgerðarmanna sjálfra, að það þurfi meira réttlæti og jafnræði í þessa grein og við erum að hefja þá vegferð. Það er mjög mikilvægt skref. Það hefur hvesst í veggjum hér á undanliðnum dögum og vikum vegna umræðu um minna frumvarpið svokallað, en það hefur haft í raun ánægjulegar afleiðingar. Menn ná betur saman um meginmarkmið þeirra breytinga sem fram undan eru, að afnema ótímabundin forréttindi og taka upp afnotarétt gegn gjaldi. Þetta er mikilvæg breyting fram undan og það hefur verið áberandi á undanliðnum vikum þegar menn hafa tekist á um útfærslur minna frumvarpsins að menn eru að ná frekari sátt um meginleiðirnar. Þess vegna hlakka ég til að takast á við það verkefni í haust, frú forseti.