Stjórnarráð Íslands

Miðvikudaginn 14. september 2011, kl. 17:08:13 (0)


139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:08]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þegar maður tekur þátt í umræðum af þessu tagi eins og ég hef gert, haldið þrjár ræður, (SF: Farið í X mörg andsvör.) ég held að í þeim ræðum hafi ég nánast aldrei endurtekið nokkurt efnisatriði sem hafði komið fyrir áður. Ég hef lagt vinnu í þetta mál og tekið þátt í því af einlægni vegna þess að ég hef áhuga á því og tel mig hafa lagt mjög mikið málefnalega hér inn í, en ég hef ekki fengið ein einustu málefnaleg svör við ræðum mínum. (VBj: Það er rangt.) Ég hef ekki fengið málefnaleg svör við mjög mörgum af þeim spurningum sem ég hef haft fram að færa.

Það má vera að það sé kallað málþóf ef maður kemur hér aftur og aftur og spyr spurninga sem maður fær ekki svör við. Það má vera. Ég ætla ekki að munnhöggvast við hv. þm. Siv Friðleifsdóttur en ég frábið mér að það sem maður (Forseti hringir.) hefur verið að leggja hér inn í þessi mál sé afgreitt með einhverjum svona stimplum eins og hv. þingmaður notar í ræðuhöldum sínum hér.