Stjórnarráð Íslands

Miðvikudaginn 14. september 2011, kl. 17:12:23 (0)


139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að gera athugasemd við það sem hv. þm. Siv Friðleifsdóttir sagði áðan um að hér væri málþóf. Ég geri bara alvarlega athugasemd við það vegna þess að ég flutti ræðu hér í gærkvöldi sem ég geri ráð fyrir að hv. þingmaður hafi fylgst með og ég ætla að svara henni í ræðu á eftir. Ég er ekkert viss um að hún hafi gert eins og ég ráðlagði í gær, að máta þetta frumvarp við sterka persónuleika eins og við þekkjum úr forsögu Íslands, stjórnmálasögu, þar sem forsætisráðherra fær öll völd og getur meira að segja haft eitt ráðuneyti. (Gripið fram í: … setja lög um forsætisráðherra …) Hann getur meira að segja haft eitt ráðuneyti. (Gripið fram í.)