Stjórnarráð Íslands

Fimmtudaginn 15. september 2011, kl. 17:41:13 (0)


139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er hárrétt að þetta skiptir verulegu máli. Nú ber vel í veiði því að hæstv. innanríkisráðherra er mættur til fundarins og samkvæmt 56. gr. þingskapa hefur hann heimild til að koma inn í umræðuna nú þegar og lýsa því yfir hvort hann styðji þetta frumvarp og hvort það sé rétt að frumvarpið auki vald Alþingis, eins og þingmannanefnd Alþingis gerði tillögu um, eða hvort það sé öfugt, að það skerði vald Alþingis að mati hv. þingmanns sem er mjög réttlátur.

Ég vona að þetta hafi svarað að einhverju leyti spurningu hv. þingmanns.