Þingsköp Alþingis

Fimmtudaginn 07. október 2010, kl. 11:38:32 (0)


139. löggjafarþing — 7. fundur,  7. okt. 2010.

þingsköp Alþingis.

6. mál
[11:38]
Horfa

Flm. (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef ekki velt tímalengd mikið fyrir mér og þá þyrfti að skoða — það sem gæti komið upp er að eitthvert mál kemur inn og maður áætlar tímann, t.d. sex mánuði, svo bara kemur eitthvað upp í ferlinu sem kemur manni á óvart og þingið nær ekki að klára. Þetta er nokkuð sem þyrfti að skoða en ég hef ekki gert það, virðulegur forseti. Ég tel hins vegar að við séum í ákveðnu dauðafæri núna varðandi það að afgreiða þetta mál vegna þess að verið er að undirbúa breytingar á þingsköpum, það sem á að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar. Það væri svo eðlilegt að gera þetta samhliða vegna þess að sumir hv. þingmenn færa þau rök fyrir því að stjórnarandstaðan hafi notað þetta tæki til að þvinga stjórnarflokkana þannig að við erum í ákveðnu dauðafæri að klára þetta mál nú á næstunni.