Stuðningur ráðherra við fjárlagafrumvarpið og atvinnusköpun

Fimmtudaginn 14. október 2010, kl. 10:48:13 (0)


139. löggjafarþing — 10. fundur,  14. okt. 2010.

stuðningur ráðherra við fjárlagafrumvarpið og atvinnusköpun.

[10:48]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Ég hef ekki sérstakan áhuga á byggingu álvers í Helguvík en sú framkvæmd er ekki á mínu borði. Hún er ein af forsendum núverandi fjárlagafrumvarps sem ég styð. Ég tel að hvaða atvinnuuppbygging sem er og önnur innspýting inn í hagkerfið gætu gert sama gagn (Gripið fram í: Hvað er það?) til þess að búa til þann grundvöll og þær forsendur. (Gripið fram í: Hvað?)

Hér er rætt um að draga allar skattahækkanir til baka eins og hv. þingmaður nefnir, að ég nefni ekki hans ágæta flokksbróður, virðulegan þm. Kristján Þór Júlíusson sem talar um að fylkja eigi liði bak við það að rústa fjárlagafrumvarpinu, það má ekki hækka skatta og það má ekki skera niður. Það er óábyrgur málflutningur sem er algjörlega óþolandi (Gripið fram í: Heyr, heyr.) við þessar kringumstæður.