Samvinnuráð um þjóðarsátt

Fimmtudaginn 04. nóvember 2010, kl. 15:35:47 (0)


139. löggjafarþing — 20. fundur,  4. nóv. 2010.

samvinnuráð um þjóðarsátt.

80. mál
[15:35]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli á svari hæstv. ráðherra. Hann sagði: Nei, það er enginn slíkur vandi.

Við höfum hlustað á forustumenn Framsóknarflokksins lýsa samskiptunum við minnihlutastjórnina, stöðugleikasáttmálann. Við erum búin að heyra forustumenn atvinnulífsins segja af hverju þeir sögðu skilið við þann sáttmála. Við erum búin að heyra alla forustumenn stjórnarandstöðunnar lýsa því hvernig þetta svokallaða samráð á sér stað. Hæstv. ráðherra sér engan vanda í þessu. Ekki nokkurn. Svarið er nei.

Virðulegi forseti. Samstarf gengur út á traust. Forustumenn ríkisstjórnarinnar hafa hvað eftir annað sýnt að þeir meina ekkert með samstarfi. Fólkið í landinu bíður ekki eftir tali. Það bíður eftir að tekin verði afstaða til mála og aðgerða. Ríkisstjórnin hefur ekki stefnu, það er ljóst. Það sem er allra verst er að ef ráðherra trúir því sem hann segir (Forseti hringir.) er ástandið enn þá alvarlegra en ætlað er. Ef hann trúir því að það sé ekkert vandamál, (Forseti hringir.) að ríkisstjórnin svíki stöðugleikasáttmálann og komi fram við stjórnarandstöðuna og viðsemjendur (Forseti hringir.) eins og allir hafa lýst, þá er vandamálið enn stærra en ég ætlaði.