Vextir og verðtrygging o.fl.

Miðvikudaginn 17. nóvember 2010, kl. 15:46:56 (0)


139. löggjafarþing — 30. fundur,  17. nóv. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[15:46]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðeins út af þessu með gengisvarnirnar. Það er þannig með útflutningsfyrirtæki sem kaupa sér gengisvarnir að það er á tekjuhliðina, ekki efnahagshliðina. Það var því miður þannig fyrir bankahrunið að þá keyptu menn og gerðu samninga með evruna kannski um 90, 92–93 kr. Síðan hrundu bankarnir eins og við þekkjum öll og evran fór upp um 200 kr. Þannig að gengisvarnir fyrirtækjanna sem voru í 95% tilfella á rekstrargrunninn eða á tekjustreymi fyrirtækjanna kom í kollinn á þeim en ekki eins og hæstv. ráðherrar halda fram að hægt sé að gera.

Hvað varðar fyrri spurninguna mína þá vil ég ítreka við hæstv. ráðherra að hann svari mér hvernig hann skilgreinir sjávarútvegsfyrirtæki eins og talað er um í textanum með frumvarpinu: Er það eingöngu fyrirtæki sem hefur tekjur sínar í erlendum gjaldmiðli eða er það sjávarútvegsfyrirtæki sem hefur tekjur sínar eingöngu í íslenskum gjaldmiðli?