Landsdómur

Miðvikudaginn 24. nóvember 2010, kl. 17:20:30 (0)


139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[17:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Við ræðum landsdóm sem var kallaður saman eftir að Alþingi ákærði hæstv. fyrrverandi ráðherra. Í þeirri ákæru komu 63 þingmenn fram hver fyrir sig sem ákærandi, einir og óstuddir. Þrátt fyrir það tóku sjö hv. þingmenn ekki til máls en ákærðu samt, þar á meðal voru fjórir hæstv. ráðherrar Vinstri grænna, Jón Bjarnason, Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.

Nú teljast það mannréttindi að ákærði fái að vita fyrir hvað hann er ákærður. Ég óska því eftir því að hæstv. ráðherra mannréttindamála upplýsi úr þessum stól hvers vegna hann ákærði hæstv. fyrrverandi forsætisráðherra, Geir Hilmar Haarde.