Stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart NATO

Fimmtudaginn 25. nóvember 2010, kl. 11:07:36 (0)


139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart NATO.

[11:07]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það verður enginn aukakostnaður fyrir Ísland vegna þessarar stefnu. Kostnaðurinn verður greiddur af Mannvirkjasjóði NATO eins og verið hefur og Ísland greiðir þar 0,0658% af framlagi til hans. Varðandi eldflaugavarnakerfið er gert er ráð fyrir að það verði byggt upp á 10 árum og að kostnaðurinn verði greiddur á 20 árum þannig að ekki á að falla til kostnaður þar.

Málið var rætt af utanríkisráðherra í utanríkismálanefnd eins og vera ber áður en við fórum til þessa fundar og þar kom ekki fram, að ég best veit, neinn ágreiningur um málið þannig að ég vona að það sé sæmileg sátt um málið.