Fjáraukalög 2010

Þriðjudaginn 07. desember 2010, kl. 15:06:24 (0)


139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:06]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það sem Alþingi er að gera núna er að styrkja eigið fé Íbúðalánasjóðs. Það er tilkomið vegna þess að Íbúðalánasjóður getur ekki innheimt þær kröfur sem hann á útistandandi hjá heimilum landsins. Þarna erum við komin að því sem við framsóknarmenn höfum verið að tala fyrir heillengi, við höfum bent á svigrúm, ekki bara hjá bönkunum heldur líka hjá Íbúðalánasjóði, til að mæta skuldugum heimilum. Við höfum alltaf sagt að eiginfjárstaða þessara stofnana hafi verið rangt metin og þess vegna hafi átt að mæta skuldugum heimilum, millistéttinni, barnafjölskyldum og fleira. Í ljósi þess hvernig þetta allt er framkvæmt og tilkomið — það er alls kostar óvíst hversu mikið Íbúðalánasjóður þarf í hækkun á eigin fé — munum við sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.