139. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[00:06]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið við spurningum mínum. Það er gott að menn tala skýrt og það er þá ljóst hvaða stefnu hv. þingmaður hefur varðandi sjávarútveginn, það liggur þá fyrir. Það liggur ekki algerlega fyrir varðandi aðra þingmenn og sérstaklega þá sem ég vísaði til í fyrri spurningu minni.

Það er gott að hv. þingmaður vill vinna eftir niðurstöðu nefndarinnar. Það væri þá ágætt ef hann gæti farið yfir það í seinna andsvari hvernig hann sér fram á að það verði gert í ljósi þeirra ummæla sem fallið hafa hjá ákveðnum flokkssystkinum hans um að niðurstaða þeirrar nefndar verði ekki virt.