Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 294. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 340  —  294. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um innlenda framleiðslu innrennslisvökva til notkunar í lækningaskyni.

Flm.: Ólafur Þór Gunnarsson, Þuríður Backman, Siv Friðleifsdóttir,
Björn Valur Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Arndís Soffía Sigurðardóttir.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að kanna hagkvæmni þess að hefja að nýju framleiðslu innrennslisvökva hér á landi í lækningaskyni.

Greinargerð.


    Árið 2002 var hætt að framleiða innrennslisvökva hjá Lyfjaverslun Íslands. Fram til þess höfðu slíkir vökvar að mestu leyti verið framleiddir innan lands. Flóknari og sjaldgæfari lyfjasamsetningar voru hins vegar framleiddar erlendis og fluttar inn.
    Í nóvember 2005 var birt skýrsla starfshóps á vegum Landspítala – háskólasjúkrahúss (sjá fskj.), „Álit starfshóps til undirbúnings framleiðslu innrennslislyfja á Landspítala – háskólasjúkrahúsi“. Í niðurstöðum hópsins kemur m.a. fram að innflutningur á vökvum vegna stofnana ríkisins hafi numið yfir 200.000 lítrum, þegar saman eru taldir innrennslisvökvar, skolvökvar og leysivökvar. Þá eru ótaldir yfir 100.000 lítrar skilunarvökva sem einnig eru fluttir inn. Í skýrslunni er einnig komið inn á þörfina á aukinni framleiðslu tiltekinna vökva (allt að milljón lítrum) vegna mögulegra áfalla.
    Eðli málsins samkvæmt er birgðahald vegna vökva erfitt, að minnsta kosti þegar horft er til þess að notkunarþörfin getur aukist mjög hratt við sérstök áföll. Þá er þess einnig að geta að við náttúruhamfarir, eins og þær sem komu upp á Suðurlandi síðastliðið vor, getur hæglega komið upp sú staða að alls ekki sé hægt að bregðast hratt við aukinni vökvaþörf.
    Í skýrslunni er einnig rætt um kostnað, en þær tölur sem þar eru eiga tæplega við í dag, enda gengisforsendur allt aðrar nú en þá.
    Með framleiðslu á innrennslisvökvum innan lands sparaðist einnig töluverður gjaldeyrir auk þess sem verðmæt störf mundu skapast. Mat skýrsluhöfunda er að störfin gætu orðið allt að 16 en þjóðhagslegur ávinningur yrði meiri en sem því næmi, þ.e. verulegar upphæðir mundu sparast í gjaldeyri. Nokkur stofnkostnaður yrði, en árið 2005 var stofnkostnaður aðeins metinn um fjórfaldur kostnaður af árlegum innflutningi. Eins og áður sagði hafa breyttar gengisforsendur breytt þessum hlutföllum innlendri framleiðslu mjög í hag.
    Á Íslandi hefur verið töluvert atvinnuleysi undanfarin ár og mikil þörf á störfum ekki síst í heilbrigðistengdum greinum. Sjúkrahúsin í nágrenni Reykjavíkur gætu hæglega tekið við þessu verkefni og styrkst þannig með fjölbreyttari verkefnum. Það er ekki hvað síst mikilvægt nú þegar séð er fram á fækkun starfa á heilbrigðisstofnunum.
    Markmið tillögunnar er að heilbrigðisráðuneytið láti fara fram athugun á því hvernig þessi framleiðsla kæmi út í öryggislegu, efnahagslegu og heilsufarslegu tilliti.

Fylgiskjal.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Álit starfshóps til undirbúnings framleiðslu innrennslislyfja
á Landspítala – háskólasjúkrahúsi.

(Nóvember 2005.)







Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.