Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 190. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 936  —  190. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 41/2007, um landlækni, með síðari breytingum, og um brottfall laga nr. 18/2003, um Lýðheilsustöð, vegna stofnunar nýs embættis landlæknis og lýðheilsu.

Frá minni hluta heilbrigðisnefnar (RR, GÞÞ).



     1.      10. gr. orðist svo:
             Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
        a. ( I.)
                  Öll störf hjá landlæknisembættinu og lýðheilsustöð eru lögð niður frá og með 1. janúar 2012. Auglýsa skal öll störf hjá hinni nýju stofnun Landlæknir – lýðheilsa. Velferðarráðherra skipar sóttvarnalækni við nýja stofnun, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 70/1996.
         b. (II.)
                  Hin nýja stofnun Landlæknir – lýðheilsa tekur frá 1. janúar 2012 annars vegar við eignum landlæknisembættisins og hins vegar við eignum Lýðheilsustöðvar sem og réttindum og skyldum þeirra að því er varðar framkvæmd laga sem falla undir málefnasvið þeirra á þeim tíma.
     2.      13. gr. orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2012.