Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 615. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1066  —  615. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um gagnasafn RÚV.

Frá Birgittu Jónsdóttur.



     1.      Hvernig er varðveislu gagnasafns RÚV háttað með tilliti til sjónvarpsefnis, útvarpsefnis og efnis á heimasíðu RÚV?
     2.      Hversu lengi er efni RÚV geymt?
     3.      Hver er réttur almennings til aðgangs að gagnasafninu og hvernig er þeim aðgangi háttað?
     4.      Er aðgangur almennings að gagnasafni RÚV endurgjaldslaus? Ef ekki, á grundvelli hvaða laga fer gjaldtaka fram?


Skriflegt svar óskast.