Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 147. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1331  —  147. mál.




Breytingartillaga



við till. til þál. um kosningu rannsóknarnefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar um aðdraganda ákvörðunar um stuðning Íslands við innrásina í Írak árið 2003 og birtingu skjala og annarra upplýsinga um málið.

Frá Bjarna Benediktssyni, Birgi Ármannssyni, Ólöfu Nordal,


Ragnheiði E. Árnadóttur og Sigurði Kára Kristjánssyni.


    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
    Nefndinni verði jafnframt falið að rannsaka aðdraganda og ástæður þess að íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun um að standa að samþykktum NATO um hernaðaraðgerðir í Líbíu vorið 2011. Einkum verði athugað hvernig staðið var að ákvörðuninni innan ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar og lagt mat á hvort um lögbundið samráð við Alþingi hafi verið að ræða.