Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 773. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1369  —  773. mál.




Frumvarp til laga



um brottfall laga um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála, nr. 31/1987, með síðari breytingum.

Flm.: Björn Valur Gíslason, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Ólína Þorvarðardóttir,
Róbert Marshall, Árni Johnsen, Guðmundur Steingrímsson, Ásbjörn Óttarsson.


1. gr.

    Lög nr. 31/1987, um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála, með síðari breytingum, falla úr gildi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 18. maí 2011.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt af nefndarmönnum í samgöngunefnd Alþingis. Frumvarp sama efnis var lagt fyrir Alþingi 17. janúar 2011 (407. mál á 139. löggjafarþingi) og lagði samgöngunefnd til í nefndaráliti, dags. 23. mars sl., að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Vegna anna var 3. umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 12. apríl sl. en enginn tók til máls við það tilefni. Í kjölfarið kom í ljós að ekki hafði gefist ráðrúm til þess að breyta gildistökuákvæði frumvarpsins en dagsetning gildistöku var þá liðin. Þar sem 3. umræða hafði farið fram var ekki fært að breyta gildistökuákvæði með samþykkt breytingartillögu. Í þessu ljósi er frumvarp þetta lagt fram með þeim breytingum sem nauðsynlegar verða að teljast. Um skýringu þess vísast að öðru leyti til frumvarps og nefndarálits um framangreint 407. mál.